Lost og Tvö Dónaleg Haust

Mið21Apr21:00Lost og Tvö Dónaleg Haust

Klukkan

(Miðvikudagur) 21:00

Upplýsingar

LOST
hljómsveitin hin fyrri var stofnuð á Akureyri 1987 af þeim Rögnvaldi
Braga Rögnvaldssyni bassaleikara, Jóhanni Ásmundssyni og Kristjáni Pétri
Sigurðssyni söngvurum, Sigurjóni Baldvinsyni gítarleikara og Ívari
Evaldssyni trommara.
Næstu tvö árin spilaði hljómsveitin eins oft og
mögulegt var, möguleikarnir voru reyndar ekki mjög margir á Akureyri, og
eins víða og bauðst, sem var stundum í Reykjavík. En LOST æfði vel og
var þétt og góð sveit og um páskana 1989 var brennt í Hafnarfjörð í
Hljóðrita og tekin upp 14 lög sem gefin voru út á kassettu í nóvember
það ár en þá hafði hljómsveitin hætt störfum. Þessi lög voru síðan
endurútgefin á geisladisk 2019.

Hljómsveitarmeðlimir
sinntu ýmsu, sumir stofnuðu til nýrra hljómsveita aðrir sinntu sínu, en
LOSTlausir voru menn mjög lengi. Þar til að Rögnvaldur átti afmæli eitt
mikið og ákvað að smala saman ýmsum hljómsveitum sem hann hafði starfað
með og halda hljómlistarveislu á Græna Hattinum. Meðal annarra komu á
svið LOST og höfðu varla gleymt neinu. Að vísu var Ívar hættur að tromma
og í hans stað kom Haukur Pálmason, og Sigurjón var fluttur af landi
brott og í hans stað þurfti tvo gítarleikara Pétur Steinar Hallgrímsson
og Sumarliða Helgason. Þetta þótti svo bráðskemmtilegt að tiltölulega
stuttu síðar eða 2017 ( stutt er mjög afstætt hugtak ) var ákveðið að
endurræsa LOSTvélina með áðurtöldum meðlimum.
Það var haugalygi að
halda því fram að LOST hafi starfað óslitið síðan en töluvert hefur
verið brallað. Eftir að hafa spilað einkum á Græna Hattinum með hinum
ýmsu hljómsveitum var ákveðið að taka upp 13 spunkuný lög og eitt gamalt
og gefa út á geisladiski. Diskurinn „Fastir í Fegurðinni“ var gefin út
2018 og haldnir útgáfutónleikar á Græna Hattinum, en svo fór
hljómsveitin í ársfrí meðan Rögnvaldur og fjölskylda dvöldu í útlandinu
enska. Að ári liðnu var þráðurinn tekinn upp aftur spilað nokkrum sinnum
á Græna Hattinum með meðal annarra Tappa Tíkarrass, Sólstöfum, Skepnu
og Nýríka Nonna. og á Hard Rock með Fræbbblunum og fleirum og á Íslenska
Rokkbarnum með Langa Sela og Skuggunum. Framtíðin var ó svo björt. LOST
gáfu út lagið Kærkomið Kæruleysi í ársbyrjun 2020 og hugðust fylgja því
eftir með fleiri lögum og tónleikum og skemmta sér feitt. En þá kom
pestin og öllu skellt í lás.
En nú er kominn tími til að taka sponsið
út kútnum og LOST plana að spila hinn síðasta vetrardag 21. apríl á
Græna Hattinum ásamt hljómsveitinni Tvö Dónaleg Haust.
Mikið lifandis býsn gæti orðið gaman þá.

Hljómsveitina
Tvö dónaleg haust skipar 6 manna kjarni sem tók algeru ástfóstri hver
við annan þegar þeir kynntumst í Menntaskólanum á Akureyri. Þeir
byrjuðum að rotta okkur saman um 1990. Síðan þá hefur þessi hópur farið
saman í gegnum lífið, gegnum súrt og sætt, gleði og sorg og það magnaða
við þennan vinskap er hversu sterkur sköpunarkraftur og lífshúmor er í
honum. Í dag erum við búsettir í þremur löndum og einn á Akureyri, en ef
það er gigg þá mæta menn ef þeir eiga einhvern lífsins möguleika á því.
Sveitina skipa:
Guðmundur Ingi Þorvaldsson – söngur
Tryggvi Már Gunnarsson – gítar
Stefán Gunnarsson – bassi
Sigfús Ólafsson – trommur
Ómar Örn Magnússon – básúna
Skúli Magnús Þorvaldsson – trompet

Hljómsveitin
Tvö dónaleg haust fagnar 30 ára starfsafmæli um þessar mundir. Einnig
slagar í 20 ár frá útkomu síðustu plötu sveitarinnar „Mjög fræg
geislaplata“ sem innihélt ljúfa hittara eins og „Ljóti karlinn“ og
„Prakkararastrákur”. Að því tilefni, stöðugum tónlistarlegum þorsta og
þörfinni fyrir að skapa saman hefur sveitin nú í þrjú ár unnið að nýrri
plötu um persónulega nústöðu sína í framrás tímans. Sú plata ber nafnið
„Miðaldra“ og er hárbeitt og húmorísk skoðun á veruleika meðlima
sveitarinnar sem miðaldra karlmanna. Á þessum tónleikum mun hljómsveitin
spila lög af nýju plötunni, Miðaldra, auk þess að telja í gamla
slagara.

Meira

Versla miða

Hætt við viðburð

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *