Magga Stína syngur Megas

Fös11Sep21:00Magga Stína syngur Megas

Klukkan

(Föstudagur) 21:00

Upplýsingar

Magga Stína flytur lög og ljóð Megasar ásamt hljómsveit skipaðri tónlistarmönnum úr fremstu röð á Græna Hattinum 11. september.

Það
eru þeir Matthías Hemstock, Jakob Smári Magnússon, Daníel Friðrik
Böðvarsson og Tómas Jónsson sem munu láta ljós sitt skína með Möggu
Stínu á þessum tónleikum.

Tónlist
Megasar skipar einstakan sess í íslenskri þjóðarvitund og framlag hans
til íslenskrar tónlistarsögu og textagerðar er í einu orði ómetanlegt. Á
þessum tónleikum hljóma lög hans og ljóð af löngum og ævintýralega
fjölbreyttum ferli – eins og Fílahirðinn frá Súrín, Gamli sorrí Gráni,
Tvær stjörnur, auk þess sem flutt verða lög Megasar við nokkra
Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

Látið ekki þennan einstaka viðburð framhjá ykkur fara.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð