Skítamórall

Lau27Jún21:00Skítamórall

Klukkan

(Laugardagur) 21:00

Upplýsingar

Það
var fyrir réttum 30 árum sem fjórir 13 ára drengir á Selfossi stofnuðu
unglingahljómsveitina Skítamóral. Rétt fyrir aldamótin síðustu
komu þeir svo eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf. Fullir orku og
spilagleði slógu þeir rækilega í gegn, þeyttust um landið þvert og endilangt og
sendu frá sér hvern smellinn á fætur öðrum.

Strákarnir
hafa engu gleymt og nú ætla þeir að líta um öxl og halda tónleika á Græna
hattinumkvöldstund sem enginn sannur Skímó aðdáandi má láta fram hjá
sér fara.

Hljómsveitin
mun leika öll sín bestu og vinsælustu lög og lofar stuði og stemningu eins og
þeim einum er lagið.

Hljómsveitina
skipa:

Gunnar Ólason, söngur/gítar
Einar Ágúst Víðisson,
söngur/gítar/ásláttur
Jóhann Bachmann, trommur
Herbert Viðarsson,
bassi
Gunnar Þór Jónsson, gítar
Arngrímur Fannar Haraldsson,
gítar.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð