Sólstafir

Lau17Júl21:00Lau23:00Sólstafir

Klukkan

(Laugardagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Sólstafir á Akureyri

FYRSTU TÓNLEIKARNIR Í TVÖ ÁR
Hljómsveitin Sólstafir spilar á Græna Hattinum þann 17. júlí.

Eftir langt og strangt tónleikahlé í heimsfaraldri eru Sólstafir spenntir fyrir því að stíga á svið á Græna Hattinum.

Þar sem þeir hafa spilað á ólíkum tónleikastöðum út um allan heim geta þeir staðfest að hljómburðurinn og stemningin á Græna Hattinum er á heimsmælikvarða.

Í nóvember 2020 kom 7. plata Sólstafa út, Endless Twilight of Codependent Love, en sökum heimsfaraldursins gat sveitin ekki fylgt henni eftir með tónleikahaldi.

Þetta eru því fyrstu tónleikar sveitarinnar í tæp tvö ár.
Síðustu plötur Sólstafa, Berdreyminn, Ótta, Svartir Sandar og Köld, hafa fengið mjög góðar móttökur undanfarin ár og skipað sveitinni sess sem ein framsæknasta rokksveit senunnar.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *