Svavar Knútur og Kristjana Stefáns

Fimt23Júl21:00Fimt23:00Svavar Knútur og Kristjana Stefáns

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Kristjana
Stefáns og Svavar Knútur munu geysast um landið í elghressu peppi í júlí
næstkomandi á sinni árlegu sumartónleikaferð undir yfirskriftinni: „Með Faðmlög
í farteskinu“. 

23.
júlí næstkomandi munu Kristjana og Svavar Knútur heimsækja Akureyri og gera sitt
besta til að bæta fyrir þyngsl vormánaðanna sem skriðu hjá í móki samkomubanns
með húmor og hlýju, krúttlegum kvöldsöngvum, angurværum Abbalögum og sígildum
söngperlum á hinum goðsagnakennda Græna Hatti. Þá munu sagðar sögur, lesin ljóð
og klassísk íslensk kvöldvökustemmning höfð í hávegum. Það verður stutt í
hláturinn og líka í tárin, enda víða komið við í lystigarði mannlegrar
tilvistar.

Kristjana
og Svavar hafa síðan 2008 haft unun af því að syngja saman dúetta og komið fram
víða um land við gríðargóðar undirtektir. Nú ferðast þau um landið þvert og
endilangt með splunkunýja dúettaplötu í farteskinu, en hún ber nafnið „Faðmlög“.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð