Select Page

Bresk innrás á Græna hattinn.

Bresk innrás á Græna hattinn.

[:is]

Það er ljóst að nokkrar breskar hljómsveitir munu troða upp á Græna Hattinum á árinu en þegar eru 3 bókaðar og nokkrar í viðbót eru í skoðun.

Fyrstir sem koma eru Sex pistols Experience en sú sveit var stofnuð 2001 og hefur síðan spilað 1500 tónleika sem Sex Pistols Experience. Það er ekki eingöngu að þeir hljómi eins heldur líkjast þeir þeim í útliti og ná upp þeim sveitta, hráa, kraftmikla anda sem var allsráðandi 1977 þegar Sex Pistols slóu í gegn

Næstir á Græna Hattinn eru Andy Fairweather Low and the Low Riders en Andy sem sló í gegn ´68 með hljómsveit sinni Amen Corner sem átti risasmellina (If paradise is)Half as nice, Hello Susie, Bend me, shake me ofl. Og hefur síðan leikið og túrað með Eric Clapton, George Harrison, Pink Floyd, Roger Waters, Elton John, Phil Collins, Bee Gees, Cheril Crow, Bob Dylan, Jimi Hendrix, Van Morrison, Gerry Rafferty, Jeff Beck, The Band, Davið Gilmour, the Who og hunduðum annarra heimsþekktra tónlistarmanna.

Eftir veru sína í Amen Corner stofnaði hann annað band sem hét einfaldlega Fairweather og gáfu þeir út 2 plötur og eftir það flúði hann tónlistarbransann í 3 ár.

Þá komu út 2 sólóplötur „Spider Jiving“og „la Booga Rooga“ og fór síðan að vinna með The Who, fyrst sem bakrödd á „Who are you og seinna gítar á“It´s hard“ og þá túraði hann með Pete Townend á Psychoderelict túrnum.

Etir þessa vinnu með The Who opnuðust allar dyr og hann varð eftirsóttur meðal stjarnanna.

Helst ber að nefna samstarf hans með Eric Clapton. Var í hans bandi og hljóðritaði með honum „Unplugged“ From The Craddle“ „Pilgrim“ „Riding with the King“ „Reptile““One More car, One More Rider“ „Me & Mr. Johnson“ og „Back Home“ og túraði svo aftur með honum 2009.

Andy spilsði ennfremur reglulega með George Harrison og er með honum á „live in Japan“ og lék einnig stórt hlutverk á Harrison heiðurstónleikunum“Concert for George“

Þá hefur hans lengsta samstarf verið með Roger Waters.  Var með honum á „Prons and Cons of Hitchiking“túrnum og vann með honum á plötunum „Radio K.A.O.S. og „Amused to Death“ og lék auk þess á bassa og gítar á The Wall tónleikunum sem voru haldnir í Berlín og á „In the Flesh“ túrnum sem Water kom m.a. hingað til Íslands.

Svo hefur hann verið meðlimur í Bill Wyman´s Rhythm Kings og túraði með þeim 2005 og 2006Sex pistols 1

Eftir 26 ára bið kom Andy með sólóplötu“Sweet Soulful Music“ sem hann vann með upptökustjóranum Glyn Johns og í kjölfarið byrjaði að túra með sitt band sem skipar er Dave Bronze bassaleikara sem hefur m.a. leikið með Eric Clapton og Procol Harum, Paul Beavis trommuleikara og nú í seinni tíð Nick Pentelow Saxafón og klarinettuleikara.

Hér er ljóst að um mikla snillinga er að ræða og mikill fengur að fá svona stór númer á jafn llítinn stað sem Græni Hatturinn er.

Svo í júlí kemur Deep Purple tribute band sem nefnist Purpendicular en meðlimir Deep Purple, þeir Roger Clover, Ian Paice, og Joe Lynn Turner hafa túrað með þeim auk þess sem Steve Morse, Don Airey, Ian Paice, Roger Glover og Neil Murray (Whitesnake) hafa verið gestir á plötum þeirra. Þetta band hefur veriðvalið sem „Mest bókaða Deep Purple show í heiminum árin 2012,2013, 2014 og 2015 og Ian Paige, Roger Glover og Joe Lynn Turner hafa valið það sem „Worlds Best Deep Purple Show“

en ekki verið frágengið en það er ljóst að eftir tónleika Focus síðasta sumar fór stór bolti að rúlla og virðist fara stækkandi. Svo má einnig geta þess að Focus langar til að koma aftur.Layout 1 (Page 1)

[:en]Það er ljóst að nokkrar breskar hljómsveitir munu troða upp á Græna Hattinum á árinu en þegar eru 3 bókaðar og nokkrar í viðbót eru í skoðun.

Fyrstir sem koma eru Sex pistols Experience en sú sveit var stofnuð 2001 og hefur síðan spilað 1500 tónleika sem Sex Pistols Experience. Það er ekki eingöngu að þeir hljómi eins heldur líkjast þeir þeim í útliti og ná upp þeim sveitta, hráa, kraftmikla anda sem var allsráðandi 1977 þegar Sex Pistols slóu í gegn

Næstir á Græna Hattinn eru Andy Fairweather Low and the Low Riders en Andy sem sló í gegn ´68 með hljómsveit sinni Amen Corner sem átti risasmellina (If paradise is)Half as nice, Hello Susie, Bend me, shake me ofl. Og hefur síðan leikið og túrað með Eric Clapton, George Harrison, Pink Floyd, Roger Waters, Elton John, Phil Collins, Bee Gees, Cheril Crow, Bob Dylan, Jimi Hendrix, Van Morrison, Gerry Rafferty, Jeff Beck, The Band, Davið Gilmour, the Who og hunduðum annarra heimsþekktra tónlistarmanna.

 

Eftir veru sína í Amen Corner stofnaði hann annað band sem hét einfaldlega Fairweather og gáfu þeir út 2 plötur og eftir það flúði hann tónlistarbransann í 3 ár.

Þá komu út 2 sólóplötur „Spider Jiving“og „la Booga Rooga“ og fór síðan að vinna með The Who, fyrst sem bakrödd á „Who are you og seinna gítar á“It´s hard“ og þá túraði hann með Pete Townend á Psychoderelict túrnum.

Etir þessa vinnu með The Who opnuðust allar dyr og hann varð eftirsóttur meðal stjarnanna.

Helst ber að nefna samstarf hans með Eric Clapton. Var í hans bandi og hljóðritaði með honum „Unplugged“ From The Craddle“ „Pilgrim“ „Riding with the King“ „Reptile““One More car, One More Rider“ „Me & Mr. Johnson“ og „Back Home“ og túraði svo aftur með honum 2009.

Andy spilsði ennfremur reglulega með George Harrison og er með honum á „live in Japan“ og lék einnig stórt hlutverk á Harrison heiðurstónleikunum“Concert for George“

Þá hefur hans lengsta samstarf verið með Roger Waters.  Var með honum á „Prons and Cons of Hitchiking“túrnum og vann með honum á plötunum „Radio K.A.O.S. og „Amused to Death“ og lék auk þess á bassa og gítar á The Wall tónleikunum sem voru haldnir í Berlín og á „In the Flesh“ túrnum sem Water kom m.a. hingað til Íslands.

Svo hefur hann verið meðlimur í Bill Wyman´s Rhythm Kings og túraði með þeim 2005 og 2006

Eftir 26 ára bið kom Andy með sólóplötu“Sweet Soulful Music“ sem hann vann með upptökustjóranum Glyn Johns og í kjölfarið byrjaði að túra með sitt band sem skipar er Dave Bronze bassaleikara sem hefur m.a. leikið með Eric Clapton og Procol Harum, Paul Beavis trommuleikara og nú í seinni tíð Nick Pentelow Saxafón og klarinettuleikara.

Hér er ljóst að um mikla snillinga er að ræða og mikill fengur að fá svona stór númer á jafn llítinn stað sem Græni Hatturinn er.

 

Svo í júlí kemur Deep Purple tribute band sem nefnist Purpendicular en meðlimir Deep Purple, þeir Roger Clover, Ian Paice, og Joe Lynn Turner hafa túrað með þeim auk þess sem Steve Morse, Don Airey, Ian Paice, Roger Glover og Neil Murray (Whitesnake) hafa verið gestir á plötum þeirra. Þetta band hefur veriðvalið sem „Mest bókaða Deep Purple show í heiminum árin 2012,2013, 2014 og 2015 og Ian Paige, Roger Glover og Joe Lynn Turner hafa valið það sem „Worlds Best Deep Purple Show“

en ekki verið frágengið en það er ljóst að eftir tónleika Focus síðasta sumar fór stór bolti að rúlla og virðist fara stækkandi. Svo má einnig geta þess að Focus langar til að koma aftur.[:]

Submit a Comment

X
X
%d bloggers like this: