Skálmöld

Lau02Des21:00Lau23:30Skálmöld

Klukkan

(Laugardagur) 21:00 - 23:30

Upplýsingar

Skálmöld á Græna!

Skálmöld
gaf út sína sjöttu breiðskífu í sumar. Sú nefnist Ýdalir og hefur
fengið afar góða dóma um allan heim. Tónleikarnir á Græna marka lokin á
fyrsta hluta Evróputúrs sem þeir sexmenningar fara til þess að fylgja
plötunni eftir og því óhætt að reikna með strákunum í feiknaformi.

Skálmöld
á Græna hattinum er viðburður eins og enginn annar. Venjulega spila
strákarnir á hefðbundnari þungarokkstónleikum þar sem fólk stendur og
dansar, á tónlistarhátíðum þar sem fjarlægðin er öllu meiri eða á
viðhafnartónleikum í leikhússtíl. Á Græna myndast hins vegar þessi eina
sanna Hatts-stemning sem hvergi finnst annars staðar. Því geta gestir
búist við afar innihaldsríkum en afslöppuðum tónleikum, nýju efni í
bland við gamalt, hléi þegar líður á og stað til þess að leggja frá sér
sódavatnið.

Skálmöld á Græna. Stórkostleg skemmtun.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð