Select Page

Ný plata frá Hvanndalsbræðrum

Hvanndalsbræður gefa lítið eftir á nýrri plötu þeirra, Klappa ketti, þetta er sjöunda platan sem hljómsveitin gefur frá sér. Á plötunni eru 12 splunkuný lög, nema sum þeirra hafa heyrst nokkrum sinnum, jafnvel stundum. Til aðstoðar á plötunni var meistarinn Magni Ásgeirsson sem spilar á gítarinn. Þeir Hvanndalsbræður halda tvenna útgáfutónleika laugardaginn 2 Maí, fyrri tónleikar hefjast klukkan 20:00 og þeir seinni klukkan 23:00. Það þekkja allir þá stemmingu sem er á Græna þegar Hvanndalsbræður halda tónleika og því kjörið að næla sér snemma í miða. Forsalan er hafin á miði.is og í Pennanum. Hér að neðan er hægt að heyra eitt af þeim lögum sem er á nýja disknum Klappa ketti.

 

 

Submit a Comment

X
X
%d bloggers like this: