ADELE - Heiðurstónleikar

Fös14Feb22:00ADELE - Heiðurstónleikar

Klukkan

(Föstudagur) 22:00

Upplýsingar

Þann 14 febrúar mun Katrín Ýr í samvinnu við VOX Collective flytja lög söngkonunnar Adele á Græna Hattinum, Akureyri

Á tónleikunum munum þau taka lög frá öllum þrem plötum Adele: 19, 21 og 25, auk annara laga frá tónleikum og öðrum live flutningum.

Verður þetta í fyrsta skiptið sem að þessir tónleikar verða haldnir á Akureyri, en síðustu tvennir tónleikar í Reykjavík seldust upp í forsölu því hvetjum við ykkur til að næla ykkur í miða sem fyrst!

Katrín er Reykvíkingur en hefur búið í London og starfað við tónlist síðastliðin 13 ár. Á þeim tíma hefur hún starfað við ýmis verkefni líkt og tónlistarhald, upptökur, útsetningar, raddþjálfun og fleira.
Hún hefur sett saman ýmsa tónleika með VOX Collective, og hefur þar á meðal heiðrað tónlistarmenn/konur á borð við Madonna, Carole King, Outkast, Nirvana ofl.

Katrín hefur einnig starfað með fjölda tónlistarmanna á borð við Jamie Cullum, Ray BLK, Tim Rice, Aggro Santos, Senser, Liam Howe (Sneaker Pimps) ofl.

Hljómsveitina skipa:
Katrin Yr – Söngur
Helgi Reynir – Gítar og raddir
Birgir Kárason – Bassi og raddir
Ed Broad – Trommur
Glenn Callaghan – Hljómborð

Hægt er að fylgist með æfingum ofl á:

Instagram: VOXCollectiveLondon
Introducing Kat
Snapchat: IntroducingKat
Facebook: VOX Collective
Katrín – IntroducingKat

Húsið opnar kl 21.00
tónleikar hefjast kl 22.00
miðaverð í forsölu: 3900kr (4500 við hurð)

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð