Árstíðir
Fös09Sep21:00Fös23:30Árstíðir21:00 - 23:30
Versla miða
Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð
Klukkan
(Föstudagur) 21:00 - 23:30
Upplýsingar
Hljómsveitin Árstíðir snýr aftur á Græna Hattinn föstudaginn 9. september eftir 5 ára hlé, en mikil tilhlökkun er hjá hljómsveitarmeðlimum að spila á þessum margrómaða og notalega
Upplýsingar
Hljómsveitin Árstíðir snýr aftur á Græna Hattinn föstudaginn 9. september eftir 5 ára hlé, en
mikil tilhlökkun er hjá hljómsveitarmeðlimum að spila á þessum margrómaða og
notalega tónleikastað.
Mikið hefur verið í gangi hjá hljómsveitinni á þessum árum en síðan Árstíðir spilaði
síðast á Græna Hattinum hafa þeir gefið út 2 plötur af frumsömdu efni auk þess
að gefa út plötu í samstarfi við goðsögnina Magnús Þór Sigmundsson.
Eftir 2 frjósöm ár í hljóðverinu þyrstir bandið í að spila fyrir fólk og ættu því
tónleikagestir að fá að njóta mikillar spilagleði þar sem leikin verða ný lög í
bland við eldri útgáfur. Skömmu eftir tónleikana mun hljómsveitin leggja land
undir fót og halda í tónleikaferðalag um Evrópu.
Sjáumst á Græna Hattinum!
Meira