Ástarsögur

Fimt12Sep21:00Ástarsögur

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00

Staðsetning

Græni Hatturinn

Hafnarstræti 86

Upplýsingar

Helga Kvam, Pálmi Óskarsson og Þórhildur Örvarsdóttir segja aftur sögur af ástinni á tónleikum á Græna Hattinum, fimmtudaginn 12. september 2019. Svo takast megi að draga upp allt hið rómantíska litróf hafa þau fengið til liðs við sig Halldór G. Hauksson trommuleikara, Kristján Edelstein gítarleikara og Stefán Daða Ingólfsson bassaleikara. Vegir ástarinnar verða rannsakaðir í þaula með hjálp alþekktra ástarsöngva; magafiðrildi, angistarkvíði, daður, óendurgoldnar tilfinningar, ástarbál, alsæla, vonsvik, harmur, ástarsorg. Og breiköppsongs, auðvitað. Gömul uppáhaldslög, Lög unga fólksins og ástfangna fólksins, lög hryggbrotna fólksins frá ýmsum tímum verða gædd nýju lífi. Væmnifóbíu verður gefið langt nef. Hláturinn þó aldrei langt undan…
Úrvalskvöldstund fyrir ástfangna og elskaða á rökkvuðu og rómantísku haustkvöldi. Allur tilfinningaskalinn í tónum og tali á tveim tímum.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð