Auður
Fös24Júl(Júl 24)21:00Lau25(Júl 25)00:30Auður21:00 - 00:30 (25)
Versla miða
Klukkan
24 (Föstudagur) 21:00 - 25 (Laugardagur) 00:30
Upplýsingar
Tónlistarmaðurinn Auður gaf út svítuna “ljós” 3. apríl síðastliðinn í kjölfar þess er hann vann Íslensku Tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins 2019 “Enginn eins og þú” en einnig vann hann verðlaunin fyrir
Upplýsingar
Tónlistarmaðurinn
Auður gaf út svítuna “ljós” 3. apríl
síðastliðinn í kjölfar þess er hann vann Íslensku Tónlistarverðlaunin fyrir lag
ársins 2019 “Enginn eins og þú” en einnig vann hann
verðlaunin
fyrir Söngvari ársins og Tónlistarflytjandi ársins.
“Verkið er
bæði í senn eitt lag og skipt í fjóra sjálfstæða kafla. Formið svipar því til
svítu í klassískri tónlist.” – Auður
Auður dregur
formföst áhrif frá framsæknum rokkhljómsveitum eins og Pink Floyd og The Mars
Volta og blandar því saman við rytmíska hljóðheima og persónulegar lagasmíðar.
Auður flutti síðan verkið í heild sinni í lokaþætti Gísla Marteins í maí sem að
hefur vakið mikla athygli.
Síðasta
sumar gaf hann út lagið Enginn eins og þú sem endaði á toppsætum vinsældarlista
útvarpsstöðva og streymisveita og slegið hvert metið á fætur öðru og er enn þann
dag í dag á vinsældarlistum. Auður hefur spilað ásamt hljómsveit út um allt land
og er alltaf jafn spenntur fyrir því að koma fram á Græna Hattinum en það er
alltaf mikil upplifun að sjá Auður á sviði.
Hljómsveitina skipa:
Daníel Friðrik Böðvarsson – Rafgítar og rafbassi
Ellert Björgvin Schram – hljómborð og rafbassi
Magnús Jóhann Ragnarsson – hljómborð og hljómsveitarstjórn
Þorvaldur Þór Þorvaldsson – Trommur
Meira