Auður

Fös24Júl(Júl 24)21:00Lau25(Júl 25)00:30Auður

Klukkan

24 (Föstudagur) 21:00 - 25 (Laugardagur) 00:30

Upplýsingar

Tónlistarmaðurinn
Auður gaf út svítuna “ljós” 3. apríl
síðastliðinn í kjölfar þess er hann vann Íslensku Tónlistarverðlaunin fyrir lag
ársins 2019 “Enginn eins og þú” en einnig vann hann

verðlaunin
fyrir Söngvari ársins og Tónlistarflytjandi ársins.

 

“Verkið er
bæði í senn eitt lag og skipt í fjóra sjálfstæða kafla. Formið svipar því til
svítu í klassískri tónlist.” – Auður

 

Auður dregur
formföst áhrif frá framsæknum rokkhljómsveitum eins og Pink Floyd og The Mars
Volta og blandar því saman við rytmíska hljóðheima og persónulegar lagasmíðar.
Auður flutti síðan verkið í heild sinni í lokaþætti Gísla Marteins í maí sem að
hefur vakið mikla athygli.

 

Síðasta
sumar gaf hann út lagið Enginn eins og þú sem endaði á toppsætum vinsældarlista
útvarpsstöðva og streymisveita og slegið hvert metið á fætur öðru og er enn þann
dag í dag á vinsældarlistum. Auður hefur spilað ásamt hljómsveit út um allt land
og er alltaf jafn spenntur fyrir því að koma fram á Græna Hattinum en það er
alltaf mikil upplifun að sjá Auður á sviði.


Hljómsveitina skipa:
Daníel Friðrik Böðvarsson – Rafgítar og rafbassi
Ellert Björgvin Schram – hljómborð og rafbassi
Magnús Jóhann Ragnarsson – hljómborð og hljómsveitarstjórn
Þorvaldur Þór Þorvaldsson – Trommur

 

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð