Bergur Ebbi - Kynslóðir, uppistand

Fimt01Sep21:00Fimt23:00Bergur Ebbi - Kynslóðir, uppistand

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

„Kynslóðir“ er ný uppistandssýning þar sem Bergur Ebbi
skemmtir fólki í heila kvöldstund með gamanefni sínu um vesenið sem
fylgir því að búa á Íslandi og lifa á tímum stórkostlegra tækni- og
þjóðfélagsbreytinga. Sýningin var fyrst sýnd í Tjarnarbíói í vor og voru
viðtökur framar öllum vonum og uppselt kvöld eftir kvöld þar til farið
var í sumardvala.

Nú stígur Bergur Ebbi á stokk að nýju og fer
sýningin, líkt og áður, fram í Tjarnarbíó auk valdra dagsetninga
víðsvegar um landið.

„Sturlað fyndinn en líka alvöru hugsuður á
fáránlega áreynslulausan hátt. Drepfyndnar pælingar, bráðþarfar í
nútímamenningunni.“ – Auður Jónsdóttir, rithöfundur. FB

Bergur
Ebbi er einn reyndasti uppistandari landsins með yfir þrettán ára
reynslu af uppistandi, fyrirlestrahaldi og alvarlegum jafnt sem
gamansömum greiningum á samfélaginu í bókum, pistlum, sjónvarps- og
útvarpsefni.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð