Birkir Blær ásamt Hljómsveit

Fimt29Des21:00Fimt23:30Birkir Blær ásamt Hljómsveit

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00 - 23:30

Upplýsingar

Birkir Blær og Band

Birkir Blær heldur tónleika á Græna hattinum fimmtudaginn 29. desember kl. ?

Birkir býr í Stokkhólmi þar sem hann starfar sem tónlistarmaður. Hann er að vinna að útgáfu plötu og er einnig að koma fram við ýmis tækifæri.

Birkir vakti gríðarlega athygli í Svíþjóð þegar hann tók þátt í Idol söngkeppninni þar í landi. Hann sigraði í keppninni og hefur verið á samningi hjá Universal útgáfunni síðan. Hann hefur komið fram með afar þekktum tónlistarmönnum í Svíþjóð og lagahöfundar sem hafa unnið fyrir marga af þekkstu tónlistarmönnum heimsins hafa lýst áhuga á að vinna með honum.

Birkir fann fyrir mjög miklum stuðningi að heiman á meðan Idol-keppninni stóð og hann hlakkar mikið til að koma heim og þakka fyrir stuðninginn með því að spila á Græna hattinum.

Á tónleikunum mun Birkir flytja eigin tónlist, bæði útgefna og óútgefna í bland við kraftmikla soul- og blústónlist sem hann flutti í keppninni ásamt öðrum lögum sem eru í uppáhaldi hjá honum.

Hljómsveit Birkis Blæs skipa:

Trommur: Emil Þorri Emilsson
Bassi: Tómas Leó Halldórsson
Hljómborð: Eyþór Ingi Jónsson
Syntar og producer: Hreinn Orri Óðinsson

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *