Maí, 2019

30Maí21:00Viðburður liðinnBjarni Ómar

Miðasala

Því miður eru ekki fleiri til fleiri miðar á þennan viðburð

Meira

Upplýsingar

Tónlistarmaðurinn Bjarni Ómar kemur fram ásamt hljómsveit á Græna hattinum fimmtudaginn 30. maí.
Tónleikarnir eru hluti af útgáfutónleikaröð vegna útgáfu plötunnar Enginn vafi, sem sem Bjarni sendi frá sér í lok árs 2018. Platan verður flutt í heild ásamt áður útkomnu efni.

Ásamt Bjarna Ómari, koma fram:
Ragnar Z. Guðjónsson – Trommur
Þröstur Leósson – Gítar
Jón Karl Ólafsson –Píanó, Hljómborð
Svavar H. Viðarsson – Bassi
Baldur Þór Ketilsson – Gítar
Daníel Birgir Bjarnason – Slagverk

Bjarni Ómar Haraldsson, sem ættaður er frá Akureyri og Raufarhöfn, hefur komið fram sem söngvari og gítarleikari í yfir 30 ár við dans- og tónleikahald, sérstaklega á Norður- og Austurlandi, lengst af með hljómsveitinni Antik og Kokkteil frá Raufarhöfn. Auk þess að taka þátt í alls konar tónlistarverkefnum meðfram hljómsveitarstarfinu hefur hann komið reglulega fram sem trúbador. Bjarni Ómar hefur gefið út þrjár sólóplötur. Fyrsta sólóplatan Annað líf, kom út árið 1998 og var unninn í samstarfi við Borgar Þórainsson. Sú plata er Akureyringum vel kunnug enda var henni gerð góð skil þegar hún hljómaði reglulega á sjónvarpsstöðinni Aksjón. Önnur sólóplatan, Fyrirheit, kom út árið 2008, einnig unnin í samstarfi við Borgar. Snemma hausts 2017 hóf Bjarni Ómar síðan að leggja grunninn að þriðju sólóplötu sinni, Enginn vafi sem hefur fengið góðar viðtökur.

Forsalan er á grænihatturinn.is og tix.is

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00

Staðsetning

Græni Hatturinn

X