Bogomil Font & Milljónamæringarnrir

Fös09Feb21:00Fös23:30Bogomil Font & Milljónamæringarnrir

Klukkan

(Föstudagur) 21:00 - 23:30

Upplýsingar

Ekki Þessi Leiðindi 30 ára! Bogomil Font hélt uppá 30 ára afmæli þessarar klassisku skífu nú í haust. Platan sú tröllreið öllu sumarið 1993 þegar Marsbúa cha cha cha var vinsælasta lagið Á íslandi, en platan var endur útgefin á Vinyl síðasta sumar í tilefni afmælisins. Bogomil flutti erlendis haustið ´93 en hljómsveitin miljónamæringarnir héldu áfram með ýmsum öðrum söngvurum og voru eitt vinsælasta ballband íslandssögunnar til margra ára. Nú verður hlaðið í geggjaða afmælis tónleika og er um að gera að tryggja sér miða á tónleika með Bogomil og Miljónamæringunum þar sem platan „ekki þessi leiðindi“ verður flutt í allri sinni geggjuðu heild! Hver veit nema nokkrir fleiri slagarar fái að fljóta með á Græna hattinum 9 og 10. febrúar næstkomandi!

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð