Brek

Fimt07Júl21:00Fimt23:00Brek

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Hljómsveitin Brek var stofnuð haustið 2018. Sveitin leikur aðallega frumsamda, alþýðu skotna,
tónlist með áhrifum úr ýmsum áttum, en meðlimir sveitarinnar leggja mikla
áherslu á að skapa áhugaverða en notalega stemningu í hljóðfæraleik sínum. Auk
þess er lögð áhersla á fjölskrúðuga notkun íslenskrar tungu í
textagerð. 


Hljómsveitina skipa Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og píanóleikari, Jóhann Ingi Benediktsson
gítarleikari og söngvari, Guðmundur Atli Pétursson mandólínleikari og Sigmar Þór
Matthíasson bassaleikari.   Sjá nánar á heimasíðu
www.brek.is

 

Síðastliðin ár hafa verið viðburðarík hjá Brek þrátt fyrir heimsfaraldur en hljómsveitin
var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki þjóðlagatónlistar árið
2021 auk þess sem hún tók þátt í alþjóðlegu verkefni sem ber heitið Global Music
Match og tók þar þátt fyrir Íslands hönd ásamt fleirum. 

 

Þann 30.mars síðastliðinn hlaut Brek Íslensku tónlistarverðlaunin 2022 fyrir plötu
ársins í flokki Þjóðlaga- og heimstónlistar ásamt því að samnefnd plata
sveitarinnar var Plata vikunnar á Rás 2 í lok mars.

 

Sveitin hefur verið dugleg að leika á tónleikum innanlands og stefnir á frekara
tónleikahald bæði innanlands og erlendis.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð