Búkalú

Fimt27Ágú21:00Fimt23:00Búkalú

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Búkalú birtist á ný! Margrét Erla Maack býður uppáhalds skemmtikröftum
sínum í þeysireið um landið og ferðalagið er komið aftur á skrið eftir
pestarpásu. Síðast þegar Búkalú kom á Græna hattinn var fullt hús og gríðarlegt
fjör – og nú kemur Margrét með allt aðra skemmtikrafta með sér. Ásamt henni eru
það burlesquedísin Nadia, hin óviðjafnanlega kabaretta Ragnheiður Maísól,
akureyska drag-undrið Gógó Starr, frá Ólafsvík kemur sirkusdísin Ungfrú Hringaná
og fjöllistafolarnir Nonni og Sindri leika listir sínar. Einstök sýning á
einstökum stað.
Sýningin hentar ekki þeim sem óttast undir mannslíkamans, en hentar
sannarlega þeim sem hafa gaman að honum og hlæja hátt.

Miðaverð: 2900 í forsölu, 3900 við hurð. Sýningin hefst kl. 21.00 og húsið er
opnað kl. 20.00

Meira

Versla miða

Hætt við viðburð

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð