Júlí, 2019

13Júl22:00Viðburður liðinnDimma

Miðasala

Því miður eru ekki fleiri til fleiri miðar á þennan viðburð

Meira

Upplýsingar

DIMMA hefur svo sannarlega risið úr dvala og hefur verið á fljúgandi siglingu um landið undanfarið, þar sem uppselt hefur verið á hverja tónleikana á eftir öðrum og vilja margir meina að bandið sé nú í sínu besta formi til þessa.
Laugardaginn 13. júlí heimsækir DIMMA aftur einn af sínum uppáhaldstónleikastöðum á landinu; Græna Hattinn!
Meðlimir DIMMU eru um þessar mundir að semja nýtt efni fyrir sína sjöttu breiðskífu, sem áætlað er að komi út í lok ársins. Það er því ekki ólíklegt að tónleikagestir Græna Hattsins fái að heyra eitthvað nýtt í bland við eldri perlur.

DIMMA:
Stefán Jakobsson: Söngur
Ingó Geirdal: Gítar
Silli Geirdal: Bassi
Egill Örn Rafnsson: Trommur

Klukkan

(Laugardagur) 22:00

Staðsetning

Græni Hatturinn

X