Dúndurfréttir flytja Abbey Road

Lau17Okt20:30Lau23:00Dúndurfréttir flytja Abbey Road

Klukkan

(Laugardagur) 20:30 - 23:00

Upplýsingar

Dúndurfréttir héldu vel heppnaða tónleika í ársbyrjun þar sem þeir fluttu
meistarastykkið Abbey Road í heild sinni í tilefni af 50 ára afmæli
plötunnar.

Nú ætla þeir að endurtaka leikinn þann 17.október á Græna
hattinum. 


Plata Bítlanna – Abbey Road kom út þann 26. september árið 1969 og er því
rúmlega hálf öld ár liðin frá því þetta meistaraverk Bítlanna leit dagsins ljós.
Í tilefni af stórafmælinu ætla strákarnir í Dúndurfréttum að flytja Abbey Road í
heild sinni.


Abbey Road kom út, eins og áður sagði, árið 1969 og var í raun síðasta
plata Bítlanna. Let It Be kom út seinna en upptökum á þeirri plötu var lokið
áður en vinnan hófst við Abbey Road. Fór hún rakleiðis á toppinn í flestum
löndum heims og var t.d. í 17 vikur í efsta sætinu í Bretlandi. Platan hefur nú
selst í yfir 30 milljónum eintaka og er enn að seljast gríðarvel.

Það verður því enginn sannur Bítlaaðdáandi svikinn af því að mæta á Græna
hattinn laugardaginn 17.október  þar sem andi Bítlana mun svífa yfir salinn

Meira

Versla miða

Hætt við viðburð

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð