Flamenco á Íslandi

Fimt23Apr21:00Fimt23:00Flamenco á Íslandi

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Verkefnið Flamenco á Íslandi! er nú að fara í gang í þriðja skiptið dagana 16.-27. apríl.
Alls verða 6 sýningar víða um land. Þér býðst að kaupa miða á sýningarnar í forsölu en almenn sala hefst í byrjun mars.
Ólíkir menningarheimar sameinast í eldheitum dansi, tilfinningaþrungnum söng og suðrænum gítarleik.
Tilefni sýninganna er útgáfa fyrstu íslensku Flamenco plötunnar El Reino de Granada sem gefin var út af gítarleikaranum Reynir del Norte. Reynir býr í Granada, Spáni og starfar þar sem Flamenco gítarleikari. Síðustu ár hefur hann stundað það að flytja inn spænska Flamenco listamenn til að kynna þetta magnaða listform fyrir Íslendingum.
Að auki verður haldið Flamenco dansnámskeið í Dansverkstæðinu dagana 20.-22. apríl með Paco Fernández.

Gamla Kaupfélagið – 16. apríl kl 20
Hótel Selfoss – 17. apríl kl 20
Alþýðuhúsið Vestmannaeyjum – 18. apríl kl 20
Græni Hatturinn – 23. apríl kl 20
Gamla Bíó – 24. apríl kl 21
Hvanneyri Pub – 25. apríl kl 20

Fram koma
Reynir del Norte – Gítar
Paco Fernández – Dans
Jorge el Pisao – Gítar
Jacób de Carmen – Söngur
Josue Heredia „Cheito“ – Slagverk

Miðasala
https://tix.is/is/event/9799/flamenco-a-islandi-/

Sjá

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð