GDRN

Lau21Okt21:00Lau23:00GDRN

Klukkan

(Laugardagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð (f. 1996), betur þekkt sem GDRN, hefur látið mikið á sér kræla í íslensku tónlistarlífi frá því að hún gaf út sína fyrstu breiðskífu, Hvað ef, árið 2018. Sú hljómplata hlaut fjölda tónlistarverðlauna, tilnefningu til tónlistarverðlauna norðurlanda og mikla athygli. Síðan þá hefur hún sent frá sér fjölda laga í samstarfi við aðra listamenn sem og aðra breiðskífu, GDRN, árið 2020. Guðrún var iðinn við kolann árið 2022 þrátt fyrir óléttu og barneignir en það ár gaf hún út hljómplötuna Tíu íslensk sönglög ásamt píanóleikaranum Magnúsi Jóhanni. Þar flytur tvíeykið nýjar útsetningar af íslenskum tónlistarperlum ásamt einu nýju lagi. Plötunni var einstaklega vel tekið og var ein mest selda plata ársins 2022. GDRN lék einnig eitt aðalhlutverkið í Netflix þáttaröð Baltasars Kormáks, Kötlu, og þeytti þannig frumraun sín sem leikkona. Þann 21. október nk. liggur leið hennar norður á Græna Hattinn þar sem hún myn flytja öll sín vinsælustu lög ásamt hljómveit. Hljómsveitina skipa Andri Ólafsson, Bergur Einar Dagbjartsson, Magnús Jóhann Ragnarsson, Rögnvaldur Borgþórsson og Steingrímur Teague.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð