GG Blús

Fimt17Okt21:00GG Blús

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00

Staðsetning

Græni Hatturinn

Hafnarstræti 86

Upplýsingar

GG blús er rokkaður blúsdúett frá Álftanesi, mannaður reynsluboltum í bransanum. Guðmundur Jónsson (Sálin, Nykur, Vestanáttin) á gítar og söng og Guðmundur Gunnlaugsson (Kentár, Sixties, Jötunuxar) á trommur og söng.

Tvímenningarnir hafa undanfarin misseri spilað sígrænar ábreiður hér og hvar, um borg og bý og komið meðal annars fram á Blúshátíð Reykjavíkur við góðan orðstír.

Þeir hafa líka nýverið gefið út sína fyrstu plötu, PUNCH. Hún inniheldur sjö frumsamin lög og þrjár ábreiður þar sem frasaskotin gítarvinna tekst á við óhaminn trommusláttinn og grípandi sönglínur fljóta yfir með tregafullum enskum textum, ásamt hljóðbrotum og þankagangi úr ýmsum áttum – Trúir blúshefðinni en samt móttækilegir nútímanum.

Lagið TOUCHING THE VOID er þegar farið að heyrast víða í útvörpum landsmanna.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð