Hauststilla

Fimt03Sep20:30Hauststilla

Klukkan

(Fimtudagur) 20:30

Upplýsingar

Síðastliðin ár hefur margt ungt og efnilegt tónlistarfólk komið fram á sjónarsviðið á Akureyri og í nágrenni. Markmið tónlistarhátíðarinnar Hauststillu er að hjálpa þessu fólki að koma sér á framfæri og gefa því tækifæri til að viðra sína frumsömdu tónlist.

Áhersla er lögð á góða stemmingu í notalegu umhverfi þar sem áhorfendum er boðið að njóta alls þess nýjasta sem er að gerast í grasrótartónlistarmenningunni.

Fyrsta árið voru tónleikarnir haldnir í gömlu Dynheimum, árið þar á eftir í Deiglunni og nú er komið að því að halda þá á Græna hattinum.

Venjan hefur verið að hafa frítt inn, enda viljum við að sem flestir komi og njóti, en þetta árið hefur verið ákveðið að selja miða gegn vægu gjaldi til þess að dekka leigu á sal.

Þeir sem vilja styrkja hátíðina geta hins vegar laumað seðli í söfnunarbaukinn okkar sem verður á staðnum eða keypt boli merkta Hauststillu og öllum listamönnunum sem koma fram þetta árið.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð