Hipsumhaps

Þri28Des20:00Hipsumhaps

Klukkan

(Þriðjudagur) 20:00

Upplýsingar

Þann 28. desember ætla Hipsumhaps að halda tónleika í góðu
yfirlæti á Græna Hattinum. Bara einn míkrófónn, góðar sögur og sex strengir
sálarinnar.Hipsumhaps stimpluðu sig inn í tónlistarsenuna árið 2019
með plötunni ‘Best gleymdu leyndarmálin’ sem að skartaði meðal annars lögunum
‘LSMLÍ (lífið sem mig langar í)’ og ‘Fyrsta ástin.’ Platan vakti mikla athygli
fyrir grípandi lagasmíð og heiðarlega texta um venjulegt líf innan um fegurð
óvissunnar. Hipsumhaps hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin það árið í flokkunum
‘Bjartasta vonin’ og ‘Lag ársins í rokki.’

Í miðjum heimsfaraldri
varð til platan ‘Lög síns tíma’ sem að kom út fyrr á þessu ári. Platan hefur
hlotið frábærar móttökur frá íslenskri alþýðu og er einstök að því leytinu til
að hún mun hverfa af streymisveitum þann 1. janúar til þess að vekja athygli á
málefnum náttúrunnar. Þangað til er hægt að eignast plötuna á http://hipsumhaps.is og rennur allur ágóði
sölunnar í Votlendissjóð.

Láttu sjá þig á Græna Hattinum þann 28.
desember. Miðasalan er hafin á graenihatturinn.is.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *