Hipsumhaps

Mið20Apr21:00Hipsumhaps

Klukkan

(Miðvikudagur) 21:00

Upplýsingar

Síðasta vetrardag, þann 20. apríl, ætla Hipsumhaps að haldatónleika á Græna hattinum. Bara einn míkrófónn, góðar sögur og sex strengir sálarinnar. Hipsumhaps stimpluðu sig inn í tónlistarsenuna árið 2019 með plötunni Best gleymdu leyndarmálin sem skartaði meðal annars lögunum LSMLÍ (lífið sem mig langar í) og Fyrsta ástin. Platan vakti mikla athygli fyrir grípandi lagasmíð og heiðarlega texta um venjulegt líf innan um fegurð óvissunnar. Hipsumhaps hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin það árið í flokkunum Bjartasta vonin og Lag ársins í rokki. Í fyrra kom út tímamótaverkið Lög síns tíma sem hlaut mikið lof frá íslenskri alþýðu með lögum á borð við Þjást, Á hnjánum og Meikaða. Láttu sjá þig á Græna Hattinum þann 20. apríl. Miðasalan er hafin á graenihatturinn.is. Ath! Miðar sem voru keyptir fyrir desembertónleikana og hafa ekki verið endurgreiddir, gilda á þessa tónleika.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *