Hjaltalín

Lau14Sep22:00Hjaltalín

Klukkan

(Laugardagur) 22:00

Staðsetning

Græni Hatturinn

Hafnarstræti 86

Upplýsingar


Hljómsveitin Hjaltalín snýr aftur á árinu 2019 og heldur tvenna tónleika á Græna hattinum, 13. og 14. september. Tónleikarnir eru hluti af endurkomu sveitarinnar sem hefur legið í dvala undanfarin ár en stígur nú aftur fram á sjónarsviðið, og það með hvelli.

Í byrjun árs kom út lagið Baronesse og fór lagið m.a. á topp vinsældarlista Rásar 2. Hljómsveitin vinnur nú hart að nýrri plötu sem gert er ráð fyrir að komi út í lok sumars.

Á tónleikunum á Græna er ætlunin að spila bæði nýju lögin og að rifja upp þau gömlu. Brot af því besta frá ferli Hjaltalín, á besta tónleikastað landsins.

Forsalan hefst 1.maí á grænihatturinn.is og tix.is

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð