Hvanndalsbræður

Lau23Apr21:00Lau23:30Hvanndalsbræður

Klukkan

(Laugardagur) 21:00 - 23:30

Upplýsingar

Vegna fjölda áskoranna ætla Hvanndalsbræður að koma aftur saman á Græna Hattinum
þann 23. april n.k. Þetta er kannski ekki alveg satt en það hefur amk ein kona
úr Hörgárdal haft samband og vildi fá að heyra í bræðrunum hressu frá
Skagafirði. Mjög líklega var hún þá að tala um Álftagerðisbræður en
Hvanndalsbræður ætla engu að síður að taka áskorunni og slá upp tónleikum, en
síðast var allt stappað og snarvitlaust. 

Hljómsveitin fagnar 20 ára
starfsafmæli á þessu ári en jafnframt mun hin knái Valmar Valjaots fagna 55 ára
afmæli sínu þetta kvöld. Það má því reikna með miklum veisluhöldum og prógrammið
hlaðið vinsælustu lögum sveitarinnar.

Miðasala fer fram sem fyrr á
graenihatturinn.is

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *