Jólatónleikar Hvanndalsbræðra

Mán26Des21:00Mán23:30Jólatónleikar Hvanndalsbræðra

Klukkan

(Mánudagur) 21:00 - 23:30

Upplýsingar

Það er löng hefð fyrir því að hljómsveitin Hvanndalsbræður haldi tónleika á
Græna Hattinum á annan í jólum, í ár verður engin breyting þar á ! Þetta árið
hittir annar í jólum á 26. desember og munu strákarnir henda í öll sín bestu lög
ásamt nokkrum vel völdum síðri lögum. Margir líta á þetta sem hið eina sanna
jólaboð og mæta gjarnan heilu fjölskyldurnar saman til að gera sér glaða stund,
það er því vissara að tryggja sér miða í tæka tíð til að lenda ekki í
jólakettinum, það vill engin. Engin!

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *