Jónas Sig og hljómsveit

Lau18Feb21:00Jónas Sig og hljómsveit

Klukkan

(Laugardagur) 21:00

Upplýsingar

Elsku vinir,Jónas Sig og hans frábæra hljómsveit verða með tónleika á Græna Hattinum helgina 17. og 18. febrúar.   Jónas gaf nýlega út lagið „Faðir“ í samstarfi við Lúðrasveit Þorlákshafnar sem hlotið hefur afar góðar viðtökur, fór í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2 og fékk góða spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum.  Með Jónasi í för verða Ómar Guðjónsson, Tómas Jónsson, Arnar Gíslason og Guðni Finnsson.  Það er einstök upplifun að upplifa Jónas með hljómsveit á Græna Hattinum.  Sú hlýja, einlæga en um leið kraftmikla stemmning sem skapast er eitthvað sem ekki er auðvelt að útskýra enda hefur Jónas og hljómsveit hans verið reglulegur gestur á Græna Hattinum og alltaf einstaklega góðmennur hópur sem gjarnan sækir tónleikana.  Jónas og hljómsveit stefna á að hafa frekar hægt um sig á þessu ári þannig að nú er tækifærið að sjá bandið í fullum blóma.

Meira

Versla miða

Hætt við viðburð

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *