Jónína Aradóttir

Fimt24Okt21:00Jónína Aradóttir

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00

Staðsetning

Græni Hatturinn

Hafnarstræti 86

Upplýsingar

Fimmtudagin 24. Október verða tónleikar með söngkonunni og lagasmiðnum Jónínu Aradóttur. Jónína býr í Noregi þar sem hún vinnur að tónlistinni sinni og í október ferðast hún um Ísland og heldur tónleika á nokkrum vel völdum stöðum. Tónleikarnir verða lágstemmdir þar sem Jónína deilir með okkur nokkrum vel völdum lögum úr eigin safni í bland við falleg íslensk dægurlög. Hrafnhildur Ýr, söngkona og lagasmiður, mun vera með Jónínu í bakröddum.

Jónína hefur spilað og komið fram víða á Íslandi, sem og í Danmörku og Bandaríkjunum. Hún sundaði nám við Musicians Institute í Los Angeles þar sem hún lauk Associate in Art and Performance gráðu árið 2013.

Jónína gaf þar út sína fyrstu EP plötu, Jónína Aradóttir. Og haustið 2017 gaf Jónína út sína fyrstu 10 laga plötu, Remember.

Meira um Jónínu og hennar tónlist er hægt að nálgast á www.joninamusic.com

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð