Karma Brigade og Dóra og Döðlurnar

Fimt08Sep21:00Karma Brigade og Dóra og Döðlurnar

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00

Upplýsingar

Hljómsveitin Karma Brigade samanstendur af 5 ungum tónlistarmönnum frá Íslandi sem hafa spilað saman síðan 2017. Þau gáfu út sína fyrstu plötu, „States of Mind“ í október 2020, en sú næsta er þegar í vinnslu. Hljómsveitin sækir innblástur víða að t.d. Pink Floyd, Sigurrós og Arcade Fire. Platan sjálf var framleidd, hljóðblönduð og masteruð af hljómsveitarmeðlimum. Hljómsveitin hefur mikla reynslu af tónleikum síðan 2016. Þaur byrjuðu að spila á götum Reykjavíkur og fluttu síðan sýninguna til Danmerkur og Þýskalands árin 2017 og 2018 þar sem þau komu fram á götum Kaupmannahafnar og Berlínar. Hljómsveitin hefur einnig komið fram á ýmsum hátíðum víða um land, svo sem „Í túninu heima“ og á þjóðhátíðardögum Íslands, á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, en þar að meðal hlaut hljómsveitin verðlaunin “hljómsveit fólksins” á músíktilraunum bæði 2018 og 2019. Hljómsveitina skipa: Agla Bríet Bárudóttir, Jóhann Egill Jóhannsson, Steinunn Hildur Ólafsdóttir, Hlynur Sævarsson og Alexander Grybos.

Stelpubandið Dóra og Döðlurnar hefur verið starfandi í rúmlega 3 ár. Þær eru 6 og eru allar á menntaskóla aldri. Hljómsveitin hefur keppt undanfarin 2 ár í músiktilraunum og hefur komist í úrslit bæði skiptin. Þær semja sína eigin tónlist á bæði íslensku og ensku. Í vor gáfu þær út lag sem heitir Spegilmynd Frosin í Hel sem hefur fengið spilun á RUV.


Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *