Ljótu Hálfvitarnir

Sun02Ágú20:30Ljótu Hálfvitarnir

Klukkan

(Sunnudagur) 20:30

Upplýsingar

Ljótu
hálfvitarnir á Græna hattinum

Nýskeð, í
miðju covid-19 fárinu, gáfu Ljótu hálfvitarnir út plötuna Hótel Edda. Það var,
eins og við mátti búast frá þessum vitleysingum, óskaplega heimskuleg hugmynd,
hótel voru jú umvörpum að loka. En það þýðir ekkert að sitja heima og lesa þegar
þú ert búinn að gefa út plötu, nú þarf að spila lögin af þessari plötu og því
ætla Hálfvitarnir í lítinn, sætan verslunarmannahelgartúr um norður og
austurland. 

Lokatónleikar
túrsins verða á Græna hattinum, Mekka tónlistarhalds á Norðurlandi og þótt víðar
væri leitað. Það þarf ekkert að fjölyrða neitt um Hálfvitagigg á Græna, þau eru
löngu orðin ódauðleg í þjóðsögum sem ganga kynslóð fram af kynslóð. Eða var það
ganga fram af fólki af öllum kynslóðum? Skiptir ekki máli, mættu eða vertu
ferhyrningur.

Miðaverð er
4.900 kr. og athugið að tónleikarnir hefjast kl. 21.

Meira

Versla miða

Hætt við viðburð

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð