Lögin hans Geirmundar

Fimt24Jún20:00Lögin hans Geirmundar

Klukkan

(Fimtudagur) 20:00

Upplýsingar

Geirmundur hefur staðið á sviði frá árinu 1958, þegar hann var 14 ára gamall og verið síðan einn afkastamesti tónlistarmaður landsins. Hann hefur komið fram á öllum helstu tónlistar- og útihátíðum landsins, og sungið í án efa flestum félagsheimilum og tónleikahúsum landsins. Árið 2008 hélt Geirmundur upp á 50 ára „bransaafmæli“ í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem hann troðfyllti íþróttahúsið og mörg hundruð manns mættu.

Nú ætlar hann að mæta með harmonikkuna og hljómborðið ásamt Magnúsi Kjartanssyni Píanóleikara og söngvara, Vilhjálmi Guðjónssyni gítarleikara, Finnboga Kjartanssyni bassaleikara og söngvara og Jóa Færeyingi trommara að syngja sín allra þekktustu lög með aðstoð fólksins í salnum sem má gjarnan syngja með. Lög eins og Nú er ég léttur,Bíddu við, Með vaxandi þrá, Ort í sandinn, Ég syng þennan söng, Tifar tímans hjól, Látum sönginn hljóma, Lífsdansinn ofl. ofl. ofl.
Singalong stemning fyrir hlé og ekta skagfirks sveifla eftir hlé.
Góða skemmtun.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *