Lúðar og létt tónlist

Fös09Des21:00Fös23:30Lúðar og létt tónlist

Klukkan

(Föstudagur) 21:00 - 23:30

Upplýsingar

Lúðar og létt tónlist

Það hefur engin verið að bíða, en þeir snúa
hinsvegar alltaf aftur Lúðarnir með sína léttu tónlist. Að þessu sinni
samanstanda Lúðarnir af þeim Rögnvaldi Gáfaða, Val Frey og Summa sem eru hvað
þekktastir fyrir vasklega framgöngu sína í hljómsveitinni Hvanndalsbræðrum,
hinum ótrúlega Gísla Einarssyni sjónvarpsmanni og hagyrðingi og Frey Eyjólfssyni
sjónvarps, tónlistar og útvarpsmanni en Freyr er einnig þekktur fyrir sínar
frábæru eftirhermur. Sem fyrr telur hópurinn í nokkur lög og segir sögur af
fólki og búfénaði. Þetta verður kannski ekki vandað, en þetta verður gaman.
Græni Hatturinn vill enn og aftur biðjast fyrirfram afsökunar á þessum viðburði,
fólk getur óskað eftir endurgreiðslu áður en það kaupir miða.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *