Moses Hightower - Önnur Mósebók 10 ára

Sun27Nóv21:00Sun23:00Moses Hightower - Önnur Mósebók 10 ára

Klukkan

(Sunnudagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Önnur Mósebók 10 ára

Sumarið 2012 kom út hjá Record Records platan Önnur Mósebók með Moses Hightower, en á henni notaðist hljómsveitin við svipaða – sálarskotna en séríslenska – uppskrift og á frumburðinum Búum til börn frá því tveimur árum fyrr, en útkoman að margra mati ívið áleitnari og heilsteyptari. Platan fer yfir víðan völl, bæði í tónlist og textum, gamlir hljóðgervlar koma mikið við sögu, tekið er á fönk-sprett að hætti James Brown, heyra má brasilísk og sýkadelísk áhrif og söngútsetningar spanna allan tilfinningaskalann. Eins og Búum til börn var Önnur Mósebók unnin í samstarfi við Magnús Øder sem hljóðritaði á segulband og hljóðblandaði af snilld.

Segja má að platan hafi hitt í mark, því auk hressilegrar sölu og einróma lofs gagnrýnenda var hún valin plata ársins 2012 af Fréttablaðinu, komst á Kraumslistann, fékk Menningarverðlaun DV og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lagasmíðar og textagerð auk tilnefninga fyrir plötu, lag, söngvara og upptökustjóra ársins. Lögin Stutt skref, Sjáum hvað setur og Háa c (sem Grapevine valdi lag ársins) voru öll þaulsetin á eða við toppsæti vinsældalista, en í seinni tíð er það ekki síður kaffismellurinn Tíu dropar sem heldur hita á fólki, hvort sem er á tónleikum eða á streymisveitum.

Til að halda upp á 10 ára útgáfuafmæli plötunnar verður blásið til glæsilegra tónleika þar sem fram koma með sveitinni hljóðgervlagaldrakarlinn Magnús Jóhann Ragnarsson og blásararnir sem blésu á plötunni sjálfri: Kjartan Hákonarson, Óskar Guðjónsson og Samúel Jón Samúelsson. Platan í heild og aðrir smellir leiknir af Moses í sparifötunum!

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *