Nanna

Fös10Nóv21:00Fös23:30Nanna

Klukkan

(Föstudagur) 21:00 - 23:30

Upplýsingar

Tónlistarkonan
Nanna, sem hefur skapað sér nafn með hljómsveitinni Of Monsters and Men, fetaði
ótroðnar slóðir í vor þegar hún gaf út sína fyrstu sólóplötu. Plata
hennar, How to Start a Garden, kom út í maí við frábærar
undirtektir og fagnaði Nanna útgáfu hennar þegar hún spilaði fyrir fullu húsi í
Bæjarbíó í sumar. How to Start a Garden var síðan fylgt eftir með
tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum þar sem hún kom fram ásamt einvalaliði
tónlistarfólks. Þann 10. nóvember mun hún heimsækjum Græna hattinn og spila lög
af plötunni og hver veit nema áhorfendur fái einnig að heyra nýtt efni. Eins og
fyrr segir kemur Nanna fram ásamt hljómsveit en hana skipa: 

Bjarni
Þór Jensson: Gítar/söngur

Magnús
Tryggvason Eliassen: Trommur/slagverk

Rakel
Sigurðardóttir: söngur/fiðla

Tómas
Jónsson: Hljómborð

How
to Start a Garden
 er tilkomumiki upphaf á nýju sólóverkefni Nönnu og mega
tónleikagestir eiga von á einstakri upplifun með þessari heillandi
tónlistarkonu. 

Meira

Versla miða

Verð 6.900kr.

Hversu marga miða? -1 +

Samtals 6.900kr.