Norðanrokk

Fimt23Jún21:00Fimt23:30Norðanrokk

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00 - 23:30

Upplýsingar

 

Þann 23. júní bjóða
Miomantis, Ari Orrason og Dream the Name ykkur á Norðanrokk, norðlenska
rokkveislu af bestu gerð.

Miomantis samanstendur af
þeim Davíð Mána Jóhanessyni gítarleikara og lagasmíð, Zophonías Tuma
Gudmundssyni bassaleikara og Bjarma Friðgeirssyni trommuleikara. Saman semja
þeir og spila Hard Rock tónlist og hafa verið mjög afkastasamir í DIY senunni á
Akureyri.

Ari Orrason er söngvari,
gítarleikari, tónskáld og textasmiður. Hann semur og gefur út pop punk tónlist í
samstarfi við ýmsa tónlistarmenn að norðan. Um þessar mundir er Ari að semja
efni fyrir plötu.

Dream the Name samanstendur
af þeim Daniel Alpi gítarleikara og söngvara, Alexander Örn Hlynssyni
lead-gítarleikara og Bjarma Friðgeirssyni trommuleikara. DTN strákarnir semja og
spila Metal eins og það gerist best, hávært, reitt og fullt orku.

Hard Rock, Pop Punk og
Metal mun dynja á Græna Hattinum.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *