Nykur

Fös15Okt21:00Fös22:00Nykur

Klukkan

(Föstudagur) 21:00 - 22:00

Upplýsingar

ROKKIÐ ER ÓDREPANDI!

Rokksveitin Nykur heldur tónleika á Græna hattinum föstudaginn 15. október n.k.

Bandið
er í fauta formi og getur varla beðið eftir því að taka hús á Hauki
stórvert og boða hið göddum slegna en þó lagræna fagnaðarerindi
rokksins.

Á
efnisskránni er úrval af tveimur plötum sveitarinnar og einnig verður
nokkrum velþekktum íslenskum rokkslögurum, þar sem meðlimir hafa komið
að í gegnum tíðina, laumað með til kryddunar.


Nýlega
gekk Magnús Stefánsson trommari til liðs við sveitina, er áður gerði
garðinn frægan með Utangarðsmönnum, Egó og Sálinni hans Jóns míns. Fyrir
eru svo enn á fleti þeir Davíð Þór Hlinarson (Buttercup, Dos Pilas)
söngur og gítar, Guðmundur Jónsson (Sálin hans Jóns míns, GG blús) gítar
og bakraddir og Jón Svanur Sveinsson (Númer núll, Daysleeper) á bassa
og bakraddir.

Rokksveitin
Nykur var stofnuð sumarið 2013 og gaf út sama ár sína fyrstu plötu,
samnefnda hljómsveitinni. Frumraunin fékk prýðis viðtökur, tónlistin var
járnblendin, grípandi og var líka gerður góður rómur af tónleikahaldi
bandsins. Önnur plata Nykurs, Nykur II, kom síðan út 2016 með sterkum
höfundareinkennum sveitarinnar en hún fetaði líka nýja krókastigu því
tónlistin var margræðnari með þyngri undiröldu – rökrétt framhald var
sagt og tónleikarnir sem fylgdu í kjölfarið sönnuðu það.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og kostar 3990 krónur inn.

Spotify-playlisti : https://open.spotify.com/playlist/1DupfCHvwcH3VVgGLSH94f…

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *