Pálmi Gunnarsson

Fös14Júl21:00Fös23:30Pálmi Gunnarsson

Klukkan

(Föstudagur) 21:00 - 23:30

Upplýsingar

 

Föstudagskvöldið
14. júlí ætlar Pálmi Gunnars, ásamt nokkrum af bestu hljóðfæraleikurum landsins
halda tónleika á Græni Hattinum og flytja öll sín bestu og þekktustu
lög

Ekki
þarf að fjölyrða um tónlistarferil Pálma enda fáir íslenskir tónlistarmenn sem
eiga jafnlangan og farsælan feril og hann.

Hver
man ekki eftir lögum eins og Þitt fyrsta bros, Vegurinn heim og Hvers vegna
varstu ekki kyrr? Og allir muna eftir Gleðibankanum, fyrsta framlagi Íslendinga
í Eurovision, sem Pálmi flutti ásamt Helgu Möller og Eiríki Haukssyni 🎙.png

Ásamt
því að starfa með Mannakornum, Brunaliðinu, Friðryk, Blúskompaníinu og Póker,
svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar, hefur Pálmi átt glæsilegan sólóferil og
unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með söngperlum sem hvert mannsbarn þekkir 

Pálmi
gerir ekki mikið af því að koma einn fram en stígur nú á stokk og fer yfir
glæsilega ferilinn sinn. Óhætt er að segja að hér sé um einstakt tækifæri til að
hlýða á Pálma flytja öll sín þekktustu lög í mikilli nánd.

Með
Pálma á sviðinu verða engar smá kanónur:
Gulli Briem – Trommur
Þórir
Úlfars – Hljómborð
Pétur Valgarð – Gítar

Húsið
mun opna kl. 20.00 og tónleikar hefjast kl. 21.00.


Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð