Júlí, 2019

18Júl21:00Viðburður liðinnRagga Gröndal

Miðasala

Því miður eru ekki fleiri til fleiri miðar á þennan viðburð

Meira

Upplýsingar

Ragnheiður Gröndal gaf út nýja plötu 1. mars sem ber heitið Töfrabörn og inniheldur nýjustu verk hennar. Platan var unnin í London með upptökustjóranum Gerry Diver ásamt fleiri tónlistarmönnum og ber með sér nýjan og spennandi hljóm.

Hún mun flytja blöndu af nýju og eldra efni af plötum sínum. Með henni á tónleikunum verður gítarleikarinn Guðmundur Pétursson.

Ragga Gröndal (söngkona og píanóleikari) og Guðmundur Pétursson (gítarleikari) hafa unnið saman í meira en áratug að alls konar tónlistarverkefnum. Dúett þeirra endurspeglar alla þessa tónlistarlegu reynslu og hefur jafnframt sterka tengingu við íslenska tónlist í gegnum áratugi og aldir. Tónlist þeirra er hefðbundin, nútímaleg og framsækin allt í senn og er ætlað að skapa andlega tengingu við reynsluheim fortíðarinnar sem hefur ferðast með kynslóðum í gegnum genin. Genaminni okkar og hin sameiginlega meðfædda viska birta reynslu forfeðranna í gegnum tónlistina.

Klukkan

(Fimtudagur) 21:00

Staðsetning

Græni Hatturinn

X