Select Page

Sólstafir

Lau17Júl21:00Lau23:00Sólstafir21:00 - 23:00

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Klukkan

(Laugardagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Sólstafir á Akureyri

FYRSTU TÓNLEIKARNIR Í TVÖ ÁR
Hljómsveitin Sólstafir spilar á Græna Hattinum þann 17. júlí.

Eftir langt og strangt tónleikahlé í heimsfaraldri eru Sólstafir spenntir fyrir því að stíga á svið á Græna Hattinum.

Þar sem þeir hafa spilað á ólíkum tónleikastöðum út um allan heim geta þeir staðfest að hljómburðurinn og stemningin á Græna Hattinum er á heimsmælikvarða.

Í nóvember 2020 kom 7. plata Sólstafa út, Endless Twilight of Codependent Love, en sökum heimsfaraldursins gat sveitin ekki fylgt henni eftir með tónleikahaldi.

Þetta eru því fyrstu tónleikar sveitarinnar í tæp tvö ár.
Síðustu plötur Sólstafa, Berdreyminn, Ótta, Svartir Sandar og Köld, hafa fengið mjög góðar móttökur undanfarin ár og skipað sveitinni sess sem ein framsæknasta rokksveit senunnar.

Meira