Systur

Mið24Ágú21:00Systur

Klukkan

(Miðvikudagur) 21:00

Upplýsingar

Systur kynna Dusty Road

Hljómsveitin Systur verða á ferðinni um Ísland í lok sumars og mæta á Græna Hattinn 24. ágúst nk. Sigga, Beta og Elín hafa unnið að lagasmíðum í sumar og senda frá sér sína fyrstu smáskífu, Dusty Road í ágústlok. Í leiðinni munu Systur kynna frumsamið efni sem kemur út á væntanlegri plötu á næsta ári.

Systur komu sáu og sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr á þessu ári þegar Lay Low bað þær um að flytja lagið sitt, Með hækkandi sól. Í framhaldinu ákváðu þær að vinna saman að plötu í þeirri tónlistarstefnu. Fólk má því búast við þjóðlagaskotnu efni frá þeim með tengingum við bandaríska sveitatónlist sem hefur haft áhrif á lagasmíðar þeirra í gegnum árin.

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *