Una Torfa fer hringinn í kringum landið ásamt hljómsveit. Á tónleikum víðs vegar um landið verður öllu tjaldað til, hvort sem bandið kemur fram í gamalli kirkju eða á stórum tónleikastað. Hljómsveitina skipa Hafsteinn Þráinsson, kærasti Unu, Tumi Torfason, bróðir Unu og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, vinkona þeirra allra.