Apríl, 2019

26Apr21:00Viðburður liðinnUnnur Birna & Björn Thoroddsen

Miðasala

Því miður eru ekki fleiri til fleiri miðar á þennan viðburð

Meira

Upplýsingar

Norðlenska mærin Unnur Birna snýr aftur, á Græna Hattinn þann 26.apríl næstkomandi. Hún mætir ekki eins síns liðs til leiks þar sem hún hefur verið að ferðast um landið með Birni Thoroddsen gítarsnillingi síðastliðna mánuði við virkilega góðar undirtektir viðstaddra.
Unni og Björn þarf varla að kynna fyrir tónlistaráhugfólki né öðrum en þau hafa farið allvíða hérlendis sem og verið fræknir sendiherrar okkar íslendinga á erlendri grundu með til að mynda með Jethro Tull, Chicago, Robben Ford o.s.frv.
Tónleikaröðin nú á vetrar- og vormánuðum inniheldur hina ýmsu stíla meðal annars blús, swing, django djazz, kántrí, Jimi Hendrix rokk, progg, popp íslensk dægurlög og í raun ekki alveg hægt að svara hvert tónleikarnir munu leiða okkur í stílum og lögum. Eitt er víst að það verður mikið fjör og mikið gaman.

Klukkan

(Föstudagur) 21:00

Staðsetning

Græni Hatturinn

X