VÖK

Fös04Jún21:00Fös23:00VÖK

Klukkan

(Föstudagur) 21:00 - 23:00

Upplýsingar

Hljómsveitin Vök sendi frá sér nýja smáskífu í byrjun
mars sem nefnist Lost in the Weekend.
Þetta er fyrsta útgáfa Vakar frá því að þau sendu frá sér
verðlaunaplötuna,
In
the Dark
, árið 2019 en sú plata færði hljómsveitini þrenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Vök hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu
Músíktilraunir 2013 og hafa gefið út tvær stuttskífur (EP) og breiðskífuna,
„Figure“ sem var einnig valin ‘plata ársins 2017’ á Íslensku
Tónlistarverðlaununum.

Vök eru að vinna að sinni þriðju
hljómplötu. Þau hafa löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan
hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. Lost in the
Weekend
er fyrsta sýnishornið af því sem koma skal.

Þríeykið sem myndar Vök eru Margrét Rán söngkona og
lagahöfundur, Einar Stef gítar- og bassaleikari og Bergur Dagbjartsson
trommuleikari.

Sveitin
hefur ekki spilað mikið undanfarið en hefur spilað mikið erlendis á síðustu
árum þannig að það er mikil tilhlökkun að spila fyrir áhorfendur á Græna
Hattinum enda hafa tónleikar þeirra á Akureyri alltaf heppnast gríðarlega vel.
Forsala er hafin á graenihatturinn.is

 

Meira

Versla miða

Miðar eru ekki lengur í boði fyrir þennan viðburð

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *