Febrúar
Miðasala
Upplýsingar
The Vintage Caravan á Græna Hattinum! The Vintage Caravan snúa aftur á Græna Hattinn Föstudaginn 22. Febrúar! Sveitin gaf nýverið út sína fjórðu breiðskífu sem ber nafnið Gateways, henni var tekið afar
Meira
Upplýsingar
The Vintage Caravan á Græna Hattinum!
The Vintage Caravan snúa aftur á Græna Hattinn Föstudaginn 22. Febrúar!
Sveitin gaf nýverið út sína fjórðu breiðskífu sem ber nafnið Gateways, henni var tekið afar vel af aðdáendum og gagngrýnundum.
Hljómsveitin kom heim fyrir jól eftir vel lukkað 6 vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Mikið var um uppselda tónleika og fékk bandið víða glimrandi dóma fyrir tónleika sína.
“THE VINTAGE CARAVAN have created a milestone for the new generation of hard rock!“
ROCK IT! (D)
Seinast þegar bandið steig á stokk á Græna Hattinum þá var UPPSELT, við mælum með að ná í miða í tæka tíð.
Hljómsveitin Volcanova hitar upp.
Miðaverð 3000 krónur
Húsið opnar 21:00
Tónleikar hefjast klukkan 22:00
Klukkan
(Föstudagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Tónlistarmaðurinn Auður gaf út sína aðra breiðskífu í nóvember síðastliðnum sem ber heitið Afsakanir. Af því tilefni ætlar Auður að blása til tónleika á Græna Hattinum 23. febrúar næstkomandi. Auður og
Meira
Upplýsingar
Tónlistarmaðurinn Auður gaf út sína aðra breiðskífu í nóvember síðastliðnum sem ber heitið Afsakanir. Af því tilefni ætlar Auður að blása til tónleika á Græna Hattinum 23. febrúar næstkomandi.
Auður og platan hans Afsakanir hefur fengið frábærar viðtökur en hann frumflutti plötuna á Iceland Airwaves og fékk mikið lof fyrir. Platan hefur vakið mikla athygli fyrir að vera framsækin, einlæg og beinskeitt og sumir gagnrýnendur og tónlistarnöllar vilja meina að hún sér tímamótaplata í íslenskri R&B-tónlist. Nýja platan verður leikin í heild sinni en einnig hans þekktustu lög af fyrri útgáfum. Það er alltaf mikil upplifun að sjá Auður á sviði og honum hlakkar mikið til þess að heimsækja Akureyri og koma fram á Græna Hattinum í fyrsta skipti.
Klukkan
(Laugardagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
28Feb21:00Erla Stefánsdóttir - Minningartónleikar
Miðasala
Upplýsingar
Söngkonan Erla Stefánsdóttir frá Akureyri er klárlega þekktust fyrir flutning sinn á laginu Lóan er komin, sem kom út á sjöunda áratugnum. Hún söng þó inn á fjölmargar plötur á
Meira
Upplýsingar
Söngkonan Erla Stefánsdóttir frá Akureyri er klárlega þekktust fyrir flutning sinn á laginu Lóan er komin, sem kom út á sjöunda áratugnum. Hún söng þó inn á fjölmargar plötur á ferli sínum og skemmti víða um land með ýmsum hljómsveitum.
Erla fæddist 1947 í S-Þingeyjasýslu en fluttist síðan til Akureyrar þar sem söngferill hennar hófst, hún gerðist þá söngkona hljómsveitarinnar Póló sumarið 1964 en þeir félagar höfðu séð hana syngja á skólaskemmtun, hún var þá sextán ára gömul.
Haustið 1965 gekk hún til liðs við Hljómsveit Ingimars Eydal sem þá naut mikilla vinsælda en Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari og bassaleikari var um það leyti að hætta í sveitinni. Erla söng með Ingimari í tæplega ár en þá hóf hún aftur að syngja með Póló síðsumars 1967, og var sveitin þá nefnd Póló og Erla. Þá var hún rétt um tvítugt.
Þá um haustið kom út á vegum Tónaútgáfunna fjögurra laga plata með sveitinni með frumraun Erlu sem söngkonu, og innihélt hún það lag sem átti eftir að fylgja Erlu æ síðan, lagið Lóan er komin. Platan hlaut sæmilega dóma í Vikunni og mjög góða í Alþýðublaðinu.
Þrátt fyrir að vera minna í sviðsljósinu vegna barneigna söng hún inn á fjögurra laga plötu sem Tónaútgáfan gaf út haustið 1968, á plötunni stjórnaði Sigurður Rúnar Jónsson hljómsveit einvala liðs. Þrátt fyrir að platan innihéldi ekki slíkan smell sem Lóan er komin var, fékk hún mjög góða dóma í Tímanum, Vikunni og Morgunblaðinu og styrkti Erlu mjög sem söngkonu. Platan lenti í öðru sæti yfir bestu smáskífur ársins í sameiginlegri úttekt Tímans og Morgunblaðsins, og hún seldist í um sextán hundruð eintökum.
Póló og Erla
Póló og Erla
Sem fyrr segir söng Erla lítið opinberlega um þetta leyti en þó kom hún fram í tiltölulega nýstofnuðu ríkissjónvarpinu og söng nokkur lög í þætti tileinkuðum henni, hún átti eftir að koma nokkrum sinnum fram í sjónvarpinu á söngferli sínum.
1971 hóf Erla að syngja aftur opinberlega, nú með hljómsveitinni Úthljóð[2] en sú sveit lék einkum norðanlands, á svipuðum tíma söng hún dúett á móti Björgvini Halldórssyni í laginu Byltingarbál, sem kom út á fyrstu stóru plötu Björgvins. Úthljóð starfaði ekki lengi og þegar hún hætti söng hún um tíma með húshljómsveit á Hótel KEA á Akureyri.
Þetta sama ár, 1971 kom út önnur fjögurra laga plata með söngkonunni sem gefin var út af Tónaútgáfunni, hún hafði að geyma erlend lög við íslenska texta. Platan hlaut ágætar viðtökur, þokkalega dóma í Vikunni og mjög góða í Vísi og Morgunblaðinu.
Tveimur árum síðar, 1973 kom út tveggja laga með henni sem hafði að geyma erlend lög við íslenska texta sem fyrr, gefin út af Tónaútgáfunni, í þetta sinn voru norðlenskir hljóðfæraleikarar með henni (Hljómsveit Ingimars Eydal) ólíkt fyrri plötum hennar. Platan hlaut fremur litla athygli, einn sæmilegur dómur birtist um hana og var hann í Alþýðublaðinu.
Eftir þetta tók við skeið þar sem fremur lítið fór fyrir Erlu Stefánsdóttur þótt hún væri að syngja með hinum og þessum hljómsveitum. 1976 kom út safnplatan Eitt með öðru og þar söng hún tvö lög með hljómsveitinni Gústavus og eitt undir eigin nafni, tveimur árum síðar söng hún bakraddir á breiðskífu Óðins Valdimarssonar Blátt oní blátt.
Árið 1981 var Erla svolítið áberandi, annars vegar með hljómsveitunum Vöku og Portó (sem starfaði í nokkurn tíma) og hins vegar þegar hún söng lagið Eftir ballið, sem gestasöngvari á tveggja laga plötu siglfirsku hljómsveitarinnar Miðaldamanna en lagið hafði vakið athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins[1], sem haldin var þetta sama ár og var flutt þar af Ragnhildi Gísladóttur, lagið naut nokkurra vinsælda í meðferð Erlu og kom t.d. út á safnplötunni Næst á dagskrá.
Annars fór lítið fyrir Erlu eftir þetta, á níunda áratugnum kom hún einstöku sinnum fram með Hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri en starfaði einnig með öðrum norðlenskum tónlistarmönnum eins og Gunnari Tryggvasyni og fleirum.
1996 flutti hún suður á höfuðborgarsvæðið, starfrækti Dúettinn knáa ásamt Helga E. Kristjánssyni og var í hljómsveit hans einnig, en var að öðru leyti lítt áberandi í tónlistarlífinu. Erla lést 2012 eftir veikindi.
Þeir sem koma fram á þessum tónleikum eru:
Erla, Loki og Bjarmi (barnabörn Erlu) söngur og gítar, Haukur Pálma trommur, Stebbi Gunn bassi, Billi Halls gítar, og fl.
Forsalan er á grænihatturinn.is og á Backpackers
Miðaverð kr.2900
Allur ágóði af tónleikunum rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar.
Klukkan
(Fimtudagur) 21:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Mars
Miðasala
Upplýsingar
Ég elska að spila fyrir Akureyringa á Græna Hattinum. Í þessi 7000 skipti sem ég hef komið norður hefur alltaf verið gaman.. ekki bara gaman heldur ógeðslega gaman 🙂 Ég
Upplýsingar
Ég elska að spila fyrir Akureyringa á Græna Hattinum. Í þessi 7000 skipti sem ég hef komið norður hefur alltaf verið gaman.. ekki bara gaman heldur ógeðslega gaman 🙂 Ég á orðið nokkur ný lög á íslensku og ætla að fá að prófa eitthvað af þeim fyrir norðan með hljómsveitinni: Rósa á Sax, Tobbi á gítar og hljómborð, Addi á Trommur og Guðni á Bassa.
Sjáumst fljótlega,
kveðja, Mugison.
Forsalan hefst 2.jan á grænihatturinn.is, tix.is og á Backpackers.
Klukkan
(Föstudagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Ég elska að spila fyrir Akureyringa á Græna Hattinum. Í þessi 7000 skipti sem ég hef komið norður hefur alltaf verið gaman.. ekki bara gaman heldur ógeðslega gaman 🙂 Ég
Upplýsingar
Ég elska að spila fyrir Akureyringa á Græna Hattinum. Í þessi 7000 skipti sem ég hef komið norður hefur alltaf verið gaman.. ekki bara gaman heldur ógeðslega gaman 🙂 Ég á orðið nokkur ný lög á íslensku og ætla að fá að prófa eitthvað af þeim fyrir norðan með hljómsveitinni: Rósa á Sax, Tobbi á gítar og hljómborð, Addi á Trommur og Guðni á Bassa.
Sjáumst fljótlega,
kveðja, Mugison.
Forsalan hefst 2.jan á grænihatturinn.is, tix.is og á Backpackers.
Klukkan
(Laugardagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
14Mar21:00Bara góðar - Uppistand
Miðasala
Upplýsingar
25 ára, 45 ára, 55 ára og 83 ára. Þær María Guðmunds, Kristín María, Hildur Birna, Anna Þóra og Karen Björg eru allar á mismunandi skeiði í lífinu og hafa fjöruna
Upplýsingar
25 ára, 45 ára, 55 ára og 83 ára.
Þær María Guðmunds, Kristín María, Hildur Birna, Anna Þóra og Karen Björg eru allar á mismunandi skeiði í lífinu og hafa fjöruna mismikið sopið. Þær hafa ákveðið að sameina krafta sína og stíga á stokk með stórskemmtilega uppistandssýningu sem skilar úrvals magavöðvum.
Forsalan hefst fim.24.jan. á grænihatturinn.is og tix.is
Klukkan
(Fimtudagur) 21:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
16Mar22:00Ensími - Kafbátamúsík 20 ára útgáfuafmæli
Miðasala
Upplýsingar
Árið 1998 kom út fyrsta plata þá óþekktrar hljómsveitar að nafni Ensími. Platan fékk heitið Kafbátamúsík og varð fljótlega mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi. Lögin Gaur, Arpeggiator og Atari urðu
Meira
Upplýsingar
Árið 1998 kom út fyrsta plata þá óþekktrar hljómsveitar að nafni Ensími. Platan fékk heitið Kafbátamúsík og varð fljótlega mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi. Lögin Gaur, Arpeggiator og Atari urðu vinsæl á öldum ljósvaka, en það síðastnefnda var valið lag árins á Íslensku tónlistarverðlaununum og hljómsveitin valin „Nýliði ársins“.
Kafbátamúsík er talin ein af bestu plötum Íslandssögunnar samkvæmt stórri könnun Ràsar 2 hér um árið.
Kafbátamúsík hefur lifað góðu lífi en verið ófáanleg í geisladiskaformi (cd) í mörg ár. Það er því gleðiefni að nú sé hún fáanleg á vínylformi á öllum helstu sölustöðum sem selja plötur.
Í tilefni 20 ára útgáfuafmælisins mun Ensími leika Kafbátamúsík í heild sinni á Græna hattinum 16. mars. Einnig mun sveitin leika vel valin lög af farsælum útgáfuferli sveitarinnar og jafnvel frumflytja ný lög af væntanlegri breiðskífu.
Forsalan er á tix.is og grænihatturinn.is
Klukkan
(Laugardagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
23Mar22:00VÖK - In the Dark, útgáfutónleikar
Miðasala
Upplýsingar
Hljómsveitin Vök sendir frá sér sína aðra breiðskífu, „In The Dark“ þann 1. Mars 2019. Af því tilefni mun sveitin blása til veglegra útgáfutónleika á Græna Hattinum laugardagskvöldið 23. mars
Meira
Upplýsingar
Hljómsveitin Vök sendir frá sér sína aðra breiðskífu, „In The Dark“ þann 1. Mars 2019. Af því tilefni mun sveitin blása til veglegra útgáfutónleika á Græna Hattinum laugardagskvöldið 23. mars 2019. Forsala miða á útgáfutónleikana er á Tix.is og er miðaverð aðeins 2.900 kr.
Vök hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu Músíktilraunir 2013. Síðan þá hefur sveitin gefið út tvær stuttskífur (EP) og breiðskífuna, „Figure“ sem var valin ‘Raftónlistarplata ársins 2017’ á Íslensku Tónlistarverðlaununum.
Sveitin hefur verið á þrotlausum tónleikaferðum um allan heim undanfarin ár og verður ekkert gefið undan við að fylgja á eftir nýju plötunni.
Vök er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Record Records á Íslandi en Nettwerk utan landsteinanna.
Klukkan
(Laugardagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Apríl
Miðasala
Upplýsingar
Todmobile tónleikar á Græna hattinum eru engu líkir. Með öll bestu lögin í farteskinu mætir Todmobile enn og aftur á sinn uppáhalds tónleikastað á sínu 31. starfsári, Pöddulagið, Brúðkaupslagið. Lommér
Upplýsingar
Todmobile tónleikar á Græna hattinum eru engu líkir. Með öll bestu lögin í farteskinu mætir Todmobile enn og aftur á sinn uppáhalds tónleikastað á sínu 31. starfsári, Pöddulagið, Brúðkaupslagið. Lommér að sjá, Stúlkan, Voodoo Man, Eldlagið, Ég heyri raddir og öll hin.
Todmobile skipa Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eyþór Ingi, Greta Salóme, Eiður Arnarsson, Alma Rut, Kjartan Valdermarsson og Ólafur Hólm.
Forsalan hefst 7.jan. á grænihatturinn.is og tix.is
Klukkan
(Föstudagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Todmobile tónleikar á Græna hattinum eru engu líkir. Með öll bestu lögin í farteskinu mætir Todmobile enn og aftur á sinn uppáhalds tónleikastað á sínu 31. starfsári, Pöddulagið, Brúðkaupslagið. Lommér
Upplýsingar
Todmobile tónleikar á Græna hattinum eru engu líkir. Með öll bestu lögin í farteskinu mætir Todmobile enn og aftur á sinn uppáhalds tónleikastað á sínu 31. starfsári, Pöddulagið, Brúðkaupslagið. Lommér að sjá, Stúlkan, Voodoo Man, Eldlagið, Ég heyri raddir og öll hin.
Todmobile skipa Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eyþór Ingi, Greta Salóme, Eiður Arnarsson, Alma Rut, Kjartan Valdermarsson og Ólafur Hólm.
Forsalan hefst 7.jan. á grænihatturinn.is og tix.is
Klukkan
(Laugardagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Skálmöld á Hard Rock Cafe Reykjavik og Græni Hatturinn Eftir taumlausa spilamennsku erlendis til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni koma Skálmaldarliðar loksins heim og spila ferna tónleika, tvenna í Reykjavík
Meira
Upplýsingar
Skálmöld á Hard Rock Cafe Reykjavik og Græni Hatturinn
Eftir taumlausa spilamennsku erlendis til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni koma Skálmaldarliðar loksins heim og spila ferna tónleika, tvenna í Reykjavík og tvenna á Akureyri. Síðan fimmta plata þeirra, Sorgir, kom út á haustmánuðum hafa þeir varla staldrað við en ætla að loka vetrartúrnum hér á landi. Hér munu ný lög hljóma í bland við eldri á alvöru þungarokkstónleikum, fjarri öllum sinfóníuhljómsveitum og stórum tónleikasölum, hér er Skálmöld í sínu náttúrulega umhverfi.
Áhugasömum skal bent á að fleiri Skálmaldar-tónleikar eru ekki á planinu hér á landi á þessu ári og eins að ekki verður hægt að bæta við fleiri tónleikum í þessari atrennu. Áhugasamir skyldu því tryggja sér miða undir eins.
Klukkan
(Fimtudagur) 21:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Skálmöld á Hard Rock Cafe Reykjavik og Græni Hatturinn Eftir taumlausa spilamennsku erlendis til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni koma Skálmaldarliðar loksins heim og spila ferna tónleika, tvenna í Reykjavík
Meira
Upplýsingar
Skálmöld á Hard Rock Cafe Reykjavik og Græni Hatturinn
Eftir taumlausa spilamennsku erlendis til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni koma Skálmaldarliðar loksins heim og spila ferna tónleika, tvenna í Reykjavík og tvenna á Akureyri. Síðan fimmta plata þeirra, Sorgir, kom út á haustmánuðum hafa þeir varla staldrað við en ætla að loka vetrartúrnum hér á landi. Hér munu ný lög hljóma í bland við eldri á alvöru þungarokkstónleikum, fjarri öllum sinfóníuhljómsveitum og stórum tónleikasölum, hér er Skálmöld í sínu náttúrulega umhverfi.
Áhugasömum skal bent á að fleiri Skálmaldar-tónleikar eru ekki á planinu hér á landi á þessu ári og eins að ekki verður hægt að bæta við fleiri tónleikum í þessari atrennu. Áhugasamir skyldu því tryggja sér miða undir eins.
Klukkan
(Föstudagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Kristján Kristjánsson, eða KK eins og flestir þekkja hann, er einn af tónlistarmönnum landsins. Hann hefur samið og leikið lög inn hljómplötur í áraraðir, samið tónlist fyrir leikrit, bíómyndir og
Meira
Upplýsingar
Kristján Kristjánsson, eða KK eins og flestir þekkja hann, er einn af tónlistarmönnum landsins. Hann hefur samið og leikið lög inn hljómplötur í áraraðir, samið tónlist fyrir leikrit, bíómyndir og sjónvarpsþætti auk þess sem hann hefur leikið eitt og eitt hlutverk sjálfur.
Lengi hefur hann þráð að flytja úrval af lögum sínum sem krefjast hljómsveitar, en fram að þessu hefur hann oftast verið einn á ferð með gítar og munnhörpu að vopni. Nú ætlar KK að láta þennan draum sinn rætast og hefur safnað saman góðum mönnum í föruneyti sem mun ferðast með honum vítt og breitt um landið nú um leið og blessuð sólin hækkar á lofti.
Tónleikaröðin hefst í Bæjarbíó í Hafnarfirði laugardaginn 23. mars og munu viðkomustaðirnir svo vera þessir
Laugard. 23. mars – Bæjarbíó kl. 20.30
Föstud.29. mars – Alþýðuhúsið í Vestmannaeyjum kl. 20.30
Laugard.30. mars – Hendur í Höfn, Þorlákshöfn kl. 21
Fimmtud. 4. apríl – Midgard kl. 21
Föstud. 5. apríl – Frystiklefinn kl. 21
Laugard. 6. apríl – Skyrgerðin kl. 21
Föstud.12. apríl – Kaffi Rauðka, Sigló kl. 22
Laugard. 13. apríl – Græni Hatturinn, Akureyri kl. 22
Förunautar KK á vortúrnum eru
Eyþór Gunnarsson, hljómborð, raddir
Guðmundur Pétursson, ýmsir gítarar, raddir
Sölvi Kristjánsson, bassi, raddir
Kristinn Agnarsson, trommur, raddir
Klukkan
(Laugardagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Rokkhundana í Killer Queen þarf vart að kynna fyrir gestum Græna hattsins en þessi 10 ára gamla heiðurssveit hefur troðfyllt staðinn í hvert skipti sem talið hefur verið í þennan
Upplýsingar
Rokkhundana í Killer Queen þarf vart að kynna fyrir gestum Græna hattsins en þessi 10 ára gamla heiðurssveit hefur troðfyllt staðinn í hvert skipti sem talið hefur verið í þennan ótrúlega lagabanka sem Queen hefur skilið eftir sig.
Forsalan hefst sun.20.jan. á grænihatturinn.is og tix.is
Klukkan
(Miðvikudagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
DIMMA hefur legið í dvala undanfarna mánuði en rís nú upp á ný og mun spila víðsvegar um landið með nýja liðsskipan en trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson (áður í Sign)
Meira
Upplýsingar
DIMMA hefur legið í dvala undanfarna mánuði en rís nú upp á ný og mun spila víðsvegar um landið með nýja liðsskipan en trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson (áður í Sign) gekk nýlega til liðs við DIMMU, sem er sem fyrr skipuð þeim Stefáni Jak söngvara, Ingó Geirdal gítarleikara og Silla Geirdal bassaleikara.
Tónleikar DIMMU á Græna Hattinum verða með þeim fyrstu á árinu en þar munu þeir flytja öll sín þekktustu lög í bland við önnur sem sjaldan heyrast á tónleikum.
DIMMA hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein vinsælasta rokksveit landsins.
Þeir hafa til þessa gefið út fimm hljóðversskífur og jafnmargar tónleikaplötur, átt fjölmörg lög sem flogið hafa hátt á vinsældalistum ljósvakamiðla og leikið á hundruðum tónleika út um allt land.
Þá hafa þeir fengið fjölda viðurkenninga fyrir lifandi flutning en margir vilja meina að DIMMA sé ein allra besta tónleikasveit landsins.
Forsalan hefst fös.18.jan á grænihatturinn.is og tix.is
Klukkan
(Fimtudagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Sóli Hólm stígur á svið með splunkunýja sýningu sem ber heitið Varist eftirhermur! Lýsandi titill þar sem fáir hér á landi geta brugðið sér í líki jafnmargra þjóðþekktra Íslendinga og Sóli
Meira
Upplýsingar
Sóli Hólm stígur á svið með splunkunýja sýningu sem ber heitið Varist eftirhermur!
Lýsandi titill þar sem fáir hér á landi geta brugðið sér í líki jafnmargra þjóðþekktra Íslendinga og Sóli Hólm.Sóli Hólm sló í gegn á síðasta ári þegar hann setti sína fyrstu uppistandssýningu á svið í byrjun árs. Sýningarnar áttu upphaflega að vera fjórar en urðu á endanum 35. Þà sýningu notaði Sóli meðal annars til að gera upp baráttu sína við krabbamein sem hann sigraðist á árið 2017. Nú einbeitir Sóli sér að því sem hann gerir best og það er að herma eftir.
Tryggðu þér miða á þessa frábæru skemmtun.
Forsalan hefst 25.jan. á grænihatturinn.is, tix.is og á Backpackers
Klukkan
(Föstudagur) 20:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Sóli Hólm stígur á svið með splunkunýja sýningu sem ber heitið Varist eftirhermur! Lýsandi titill þar sem fáir hér á landi geta brugðið sér í líki jafnmargra þjóðþekktra Íslendinga og Sóli
Meira
Upplýsingar
Sóli Hólm stígur á svið með splunkunýja sýningu sem ber heitið Varist eftirhermur!
Lýsandi titill þar sem fáir hér á landi geta brugðið sér í líki jafnmargra þjóðþekktra Íslendinga og Sóli Hólm.Sóli Hólm sló í gegn á síðasta ári þegar hann setti sína fyrstu uppistandssýningu á svið í byrjun árs. Sýningarnar áttu upphaflega að vera fjórar en urðu á endanum 35. Þà sýningu notaði Sóli meðal annars til að gera upp baráttu sína við krabbamein sem hann sigraðist á árið 2017. Nú einbeitir Sóli sér að því sem hann gerir best og það er að herma eftir.
Tryggðu þér miða á þessa frábæru skemmtun.
Forsalan hefst 25.jan. á grænihatturinn.is, tix.is og á Backpackers
Klukkan
(Föstudagur) 23:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Uppselt
Upplýsingar
Hljómsveitin Valdimar gaf út sína fjórðu breiðskífu í september og ber platan heitið "Sitt sýnist hverjum" og var hljómsveitin með vel heppnaða uppselda tónleika á Græna Hattinum fyrir skemmstu. Vegna
Upplýsingar
Hljómsveitin Valdimar gaf út sína fjórðu breiðskífu í september og ber platan heitið „Sitt sýnist hverjum“ og var hljómsveitin með vel heppnaða uppselda tónleika á Græna Hattinum fyrir skemmstu. Vegna mikillar eftirspurnar og hversu margir þurftu að hverfa frá ætla þeir að heiðra norðlendinga og gesti með tónleikum um páskana.
Forsalan hefst 1. febr á grænihatturinn.is og á tix.is
Klukkan
(Laugardagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Stjórnin fagnaði 30 ára afmæli sínu á síðasta ári og heimsótti Græna Hattinn í þrígang. Stemningin var þvílík og uppselt á alla tónleikana um leið og miðar fóru í sölu.
Upplýsingar
Stjórnin fagnaði 30 ára afmæli sínu á síðasta ári og heimsótti Græna Hattinn í þrígang. Stemningin var þvílík og uppselt á alla tónleikana um leið og miðar fóru í sölu. Þess vegna var ekki annað hægt en að endurtaka leikinn enn og aftur og tilvalið að fagna páskum með þessari frábæru stemningu.
Forsalan hefst 1.febr á grænihatturinn.is og tix.is
Klukkan
(Sunnudagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Maí
Miðasala
Upplýsingar
Um þessar mundir 55 ár eru síðan þessir 4 ungu sveinar stofnuðu hljómsveit sem hlaut nafnið Bravó-Bítlarnir. Þeir eru ennþá starfandi þó ekki séu þeir að spila um hverja helgi. Af
Upplýsingar
Um þessar mundir 55 ár eru síðan þessir 4 ungu sveinar stofnuðu hljómsveit sem hlaut nafnið Bravó-Bítlarnir. Þeir eru ennþá starfandi þó ekki séu þeir að spila um hverja helgi.
Af þessu tilefni ætlum við að efna til hátíðardansleiks og fagna þessum tímamótum þar sem eingöngu verða leikin lög tímabilsins frá 1964- 1969
Hljómsveitina skipa í dag: Sævar Benediktsson, Þorleifur Jóhannsson, Kristján Guðmundsson, Gunnar Ringsted og Brynleifur Hallsson.
Forsalan hefst 1.febr. á grænihatturinn.is, tix.is og Backpackers Akureyri.
Klukkan
(Laugardagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
An urban griot (African Storyteller) with a rock edge, Djeli Moussa Conde sings about peace and his hope for mankind through revolutionary lyrics. Born in Guinea Conakry, from a griots' family,
Meira
Upplýsingar
An urban griot (African Storyteller) with a rock edge, Djeli Moussa Conde sings about peace and his hope for mankind through revolutionary lyrics.
Born in Guinea Conakry, from a griots’ family, Djeli Moussa Conde learns from a young age the art of singing and playing the kora. During four years, Master Lamine Sissoko teaches him the kora and his country’s musical culture. Djeli shows some great talent and is awarded the diploma of participation by Unesco at the first Kora festival of West Africa in Conakry. He already shows some early signs of being a great composer. He then decides to hit the road, following his own adventure and personal journey during several years throughout West Africa.
Whilst staying in Abidjan he is spotted by Souleyman Koly and becomes composer-songwriter for the Abidjan Koteba (Souleyman Koly) ensemble with whom he goes on prestigious international tours between 1989 and 1993. At the same time he composes four pieces for Waramba, the first Manding opera which received an award at the Avignon Festival in 1993. Djeli then settles in Paris in 1993.
He is helped by Bernadette Laffont and the charity «Musiciens Sans Frontieres» (Musicians Without Boundaries) to gain the right to stay in France.
Djeli then starts working with musicians such as Manu Dibango (Wakafrica), Salif Keita, Richard Bona (Kalaban koro), Mory Kante, Alpha Blondy, Césaria Evora, Hank Jones, Cheick Tidiane Seck (Sarala), Sekouba Bambino (Le destin, Sinikan…), Mangala (Réexpedition), Amy Koïta…
He contributes with his kora and his powerful voice on their albums and follows these artists on their French and International tours. As an activist, he takes part in many charity gigs in cause of French and international humanitarian activities (French Secours Populaire, UNESCO, Musiciens Sans Frontieres, etc.)
In 1998, he is asked to perform at the World Voice Festival in Rio.
In July 2002, Djeli Moussa meets queen of the Blues, Janice DeRosa. They record together on the album ADUNA released in 2003.
He also records with Paul Mindy the „Comptines et Berceuses du Baobab“ (Baobab’s nursery rhymes and lullabies).
Djeli focuses next on creating a repertoire very popular with the parisian audience.
In 2010 he meets Vincent Lassalle who offers to produce Djeli’s next album. Djeli then concentrates on a long and assiduous period of composition which produces the self named album „Djeli“, fully recorded in Menilmontant, the parisian district closed to his heart.
It is through a wide musical repertoire that Djeli thus launches a very personal project. Bass, percussions and machines’ set, Manding flute and flute, all collaborate to create tribal and modern sonorities mixing pop music’s nuances, Moorish vibes with a tinge of electro…
Djeli aka the “ Menilmontant griot“ is Influenced by many cultures he creates a remarkable universe jam-packed with tribal as well as modern sonorities.
His contemporary live performance swings between current music and world music played by the album’s musicians.
Klukkan
(Laugardagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Eftir óteljandi tónleikaferðir um heiminn síðastliðin ár, spila Mezzo strákarnir loksins aftur á Akureyri, þar sem þeir munu flytja öll sín þekktustu lög á sinn kraftmikla og einstaka hátt ásamt
Meira
Upplýsingar
Eftir óteljandi tónleikaferðir um heiminn síðastliðin ár, spila Mezzo strákarnir loksins aftur á Akureyri, þar sem þeir munu flytja öll sín þekktustu lög á sinn kraftmikla og einstaka hátt ásamt nýju efni i bland. Þeir Gulli, Eyþór, Jói, Friðrik, Jónas og Ari Bragi munu bræða saman Funk, Jazz & Rock af kostgæfni eins og þeim er einum lagið. Margir hafa beðið með óþreyju eftir endurkomu Mezzoforte á Íslandi eftir stórkostlega afmælistónleika 2017. Ekki missa af þessum einstaka viðburði. Mezzoforte42
English version:
After countless tours the in the last years, the Mezzoforte boys return to their homeland to perform in the heart of Reykjavik celebrating not forty but FORTY TWO YEARS!!! of music and friendship. With the tight, classic six piece linupe, Gulli, Eythor, Fridrik, Johann, Jonas and Ari are looking forward to play a full size show in Iceland, playing the hits along with supertalented guests. Mezzoforte42
Forsalan hefst mán. 18.febr. kl.10.00 á grænihatturinn.is og tix.is
Klukkan
(Föstudagur) 22:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Miðasala
Upplýsingar
Tónlistarmaðurinn Bjarni Ómar kemur fram ásamt hljómsveit á Græna hattinum fimmtudaginn 30. maí. Tónleikarnir eru hluti af útgáfutónleikaröð vegna útgáfu plötunnar Enginn vafi, sem sem Bjarni sendi frá sér í lok
Meira
Upplýsingar
Tónlistarmaðurinn Bjarni Ómar kemur fram ásamt hljómsveit á Græna hattinum fimmtudaginn 30. maí.
Tónleikarnir eru hluti af útgáfutónleikaröð vegna útgáfu plötunnar Enginn vafi, sem sem Bjarni sendi frá sér í lok árs 2018. Platan verður flutt í heild ásamt áður útkomnu efni.
Ásamt Bjarna Ómari, koma fram:
Ragnar Z. Guðjónsson – Trommur
Þröstur Leósson – Gítar
Jón Karl Ólafsson –Píanó, Hljómborð
Svavar H. Viðarsson – Bassi
Baldur Þór Ketilsson – Gítar
Daníel Birgir Bjarnason – Slagverk
Bjarni Ómar Haraldsson, sem ættaður er frá Akureyri og Raufarhöfn, hefur komið fram sem söngvari og gítarleikari í yfir 30 ár við dans- og tónleikahald, sérstaklega á Norður- og Austurlandi, lengst af með hljómsveitinni Antik og Kokkteil frá Raufarhöfn. Auk þess að taka þátt í alls konar tónlistarverkefnum meðfram hljómsveitarstarfinu hefur hann komið reglulega fram sem trúbador. Bjarni Ómar hefur gefið út þrjár sólóplötur. Fyrsta sólóplatan Annað líf, kom út árið 1998 og var unninn í samstarfi við Borgar Þórainsson. Sú plata er Akureyringum vel kunnug enda var henni gerð góð skil þegar hún hljómaði reglulega á sjónvarpsstöðinni Aksjón. Önnur sólóplatan, Fyrirheit, kom út árið 2008, einnig unnin í samstarfi við Borgar. Snemma hausts 2017 hóf Bjarni Ómar síðan að leggja grunninn að þriðju sólóplötu sinni, Enginn vafi sem hefur fengið góðar viðtökur.
Forsalan er á grænihatturinn.is og tix.is
Klukkan
(Fimtudagur) 21:00
Staðsetning
Græni Hatturinn
Júní
Engir viðburðir