September
Upplýsingar
Upplýsingar
Gæðablóðin taktvissu í Moses Hightower eru full tilhlökkunar, því þau ætla að spila á Græna hattinum laugardagskvöldið 30. september!
Eins og Norðlendingar þekkja leggur hljómsveitin mikinn metnað í lifandi flutning og hefur að auki sérlegar mætur á þessum eðaltónleikastað. Því er hún staðráðin í að gera kvöldið sem ógleymanlegast og leikur skothelda blöndu laga af öllum fjórum breiðskífum sínum auk nýs efnis.
Meira
Versla miða
Október
Upplýsingar
Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson Syngja og spila uppáhaldslög frá fjölbreyttum ferli.
Upplýsingar
Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson
Syngja og spila uppáhaldslög
frá fjölbreyttum ferli.
Versla miða
Fös13Okt21:00The Vintage Caravan
Upplýsingar
The Vintage Caravan er ein kraftmesta tónleikasveit landsins og spila venjulega allt uppí 100 tónleika á ári erlendis. Sveitin verður nýlega komin heim af Suður Ameríku
Upplýsingar
The Vintage
Caravan er ein kraftmesta tónleikasveit landsins og spila venjulega allt uppí
100 tónleika á ári erlendis. Sveitin verður nýlega komin heim af Suður Ameríku
tónleikaferðalagi og búnir að klára tónleika í Eldborg með Magga Kjartans þegar
þeir koma til okkar. Hljómsveitin gaf út sína fimmtu breiðskífu árið 2021 sem
fékk frábærar viðtökur og lenti meðal annars á vinsældarlistum í Bandaríkjunum,
Þýskalandi og Swiss.
Á
fimmtugsafmælis tónleikum Lifunar í Eldborg sá The Vintage Caravan um að flytja
hljómplötuna og eldra efni með fyrrum meðlimum Trúbrots.
Strákarnir
eru þekktir fyrir góða tónleika og fengu viðurkenningu frá RÚV í byrjun árs 2023
fyrir framúrskarandi tónleikahald, svo eftir þessa tónleika fara þeir á mánaðar
tónleikaferðalag um Evrópu. Ekki láta þessa tónleika framhjá þér fara!
Meira
Versla miða
Upplýsingar
JóiPé x Króli ætla að halda
Upplýsingar
JóiPé
x Króli ætla að halda tónleika á sínum uppáhalds tónleikastað þann 14. október. Það myndast alltaf einhver óútskýranleg stemming á þessum stað og
hvert skipti er einstakt. Sérstakir gestir Celebs og SZK. Sjáumst á Græna!
Versla miða
Upplýsingar
Upplýsingar
Angurværð ætlar að halda tónleika á Græna Hattinum fimmtudagskvöldið 19.október.
Hljómsveitin var stofnuð á Akureyri árið 2016 og er skipuð þaulreyndu tónlistarfólki:
– Anna Skagfjörð, söngur
– Einar Höllu, gítar og söngur
– Helgi Guðbergsson, bassi
– Borgar frá Brúum, rafmagnsgítar
– Halli Gulli, trommur,
Ísak Már Aðalsteinsson – píanó
Á tónleikunum lofa þau gæða tónilst, frumsamið efni í bland við vandaðar og vel útsettar ábreiður. En hljómsveitin hefur nú þegar gefið út eigin tónlist við góðar undirtektir.
Angurværð hefur einnig komið fram á ýmsum viðburðum og tónleikum síðustu ár og eru umsagnir einróma um fallega og vel útsetta tónlist.
Hvað er betra á fimmtudagskvöldi en að ylja sér við hugljúfa tónlist á einum frægasta tónleikastað landsins
Meira
Versla miða
Upplýsingar
Þórhallur Árnason, Karl Tómasson, Birgir Haraldsson og Sigurgeir Sigmundsson. Mosfellska hljómsveitin Gildran hefur ákveðið að koma saman í haust og blása til tónleika undir yfirskriftinni
Upplýsingar
Þórhallur Árnason, Karl Tómasson, Birgir Haraldsson og Sigurgeir Sigmundsson.
Mosfellska hljómsveitin Gildran hefur ákveðið að koma saman í haust og blása til tónleika undir yfirskriftinni „Nú eða aldrei“.
Hljómsveitin var stofnuð árið 1985 og fagnar því brátt 40 ára afmæli.
Sveitin er skipuð þeim Þórhalli Árnasyni, Karli Tómassyni, Birgi
Haraldssyni og Sigurgeiri Sigmundssyni.
Gildran kemur nú saman eftir nokkurt hlé og varð heimabærinn fyrir
valinu eins og oft áður. Helgina 6.-7. október er orðið uppselt á tvenna
tónleika í Hlégarði og seldust miðar upp á augabragði.
Nú hafa þeir félagar ákveðið að fara norður í land og spila á Græna
hattinum tveimur vikum síðar og bæta síðan við tónleikum í Hlégarði 4.
nóvember.
„Það er gríðarleg tilhlökkun í okkur félögum að hefja störf á ný við
tónleikahald, sköpun og upptökur á nýju efni,“ segir í tilkynningu frá
hljómsveitinni. Þessi magnaða rokkhljómsveit, Gildran, hefur á löngum
starfsaldri skipað stóran sess í mosfellsku menningarlífi í gegnum
tíðina.
NU EÐA ALDREI
6. október – Hlégarður – UPPSELT
7. október – Hlégarður – UPPSELT
20. október – Græni hatturinn, Akureyri
4. nóvember – Hlégarður, Mosfellsbæ
Meira
Versla miða
Upplýsingar
Upplýsingar
Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð (f. 1996), betur þekkt sem GDRN, hefur látið mikið á sér kræla í íslensku tónlistarlífi frá því að hún gaf út sína fyrstu breiðskífu, Hvað ef, árið 2018. Sú hljómplata hlaut fjölda tónlistarverðlauna, tilnefningu til tónlistarverðlauna norðurlanda og mikla athygli. Síðan þá hefur hún sent frá sér fjölda laga í samstarfi við aðra listamenn sem og aðra breiðskífu, GDRN, árið 2020. Guðrún var iðinn við kolann árið 2022 þrátt fyrir óléttu og barneignir en það ár gaf hún út hljómplötuna Tíu íslensk sönglög ásamt píanóleikaranum Magnúsi Jóhanni. Þar flytur tvíeykið nýjar útsetningar af íslenskum tónlistarperlum ásamt einu nýju lagi. Plötunni var einstaklega vel tekið og var ein mest selda plata ársins 2022. GDRN lék einnig eitt aðalhlutverkið í Netflix þáttaröð Baltasars Kormáks, Kötlu, og þeytti þannig frumraun sín sem leikkona. Þann 21. október nk. liggur leið hennar norður á Græna Hattinn þar sem hún myn flytja öll sín vinsælustu lög ásamt hljómveit. Hljómsveitina skipa Andri Ólafsson, Bergur Einar Dagbjartsson, Magnús Jóhann Ragnarsson, Rögnvaldur Borgþórsson og Steingrímur Teague.
Meira
Versla miða
Upplýsingar
Upplýsingar
Hljómsveitin Valdimar fagnar haustinu á sínum uppáhálds tónleikastað, Græna Hattinum. Þarf að segja eitthvað meira? Það myndast alltaf einhverjir töfrar á Græna Hattinum og við fáum ekki nóg! Hlökkum til að sjá ykkur.
Meira
Versla miða
Lau28Okt(Okt 28)22:00Hrekkjavökuball með Babies
Upplýsingar
Fantastic Hrekkjavökuball með Babies á Græna Hattinum í samstarfi við Northern Lights – Fantastic FIlm Festival.
Upplýsingar
Fantastic Hrekkjavökuball með Babies á Græna Hattinum í samstarfi
við
Northern Lights – Fantastic FIlm Festival.
Versla miða
Nóvember
Fös03Nóv21:00Classic Rock með Matta og Magna
Upplýsingar
Drengirnir ætla að flytja margar af stærstu perlum rokksögunnar með einvalaliði hljóðfæraleikara. Flutt verða lög hljómsveita á borð við, Led
Upplýsingar
Drengirnir
ætla að flytja margar af stærstu perlum rokksögunnar með einvalaliði
hljóðfæraleikara. Flutt verða lög hljómsveita á borð við, Led Zeppelin,
Deep Purple, Queen, AC/DC, Jimi Hendrix, Kiss, Kansas, Pink Floyd, Beatles, David Bowie og svo
miklu miklu meira en það.
Söngur og Gítar: Magni Ásgeirsson
Söngur og Gítar: Matthías Matthíasson
Gítar: Einar Þór Jóhannsson
Bassi: Ingimundur Óskarsson
Trommur: Ólafur Hólm
Orgel og önnur hljómborð: Þorbjörn Sigurðsson.
Meira
Versla miða
Lau04Nóv21:00Sing-a-longkvöld með Geirmundi
Upplýsingar
Geirmundur hefur staðið á sviði frá árinu 1958, þegar hann var 14 ára gamall og verið síðan einn afkastamesti tónlistarmaður landsins. Hann hefur komið fram
Upplýsingar
Geirmundur
hefur staðið á sviði frá árinu 1958, þegar hann var 14 ára gamall og
verið síðan einn afkastamesti tónlistarmaður landsins. Hann hefur komið
fram á öllum helstu tónlistar- og útihátíðum landsins, og sungið í án
efa flestum félagsheimilum og tónleikahúsum landsins. Árið 2008 hélt
Geirmundur upp á 50 ára „bransaafmæli“ í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar
sem hann troðfyllti íþróttahúsið og mörghundruð manns mættu.
Geirmundur
gaf út sína fyrstu breiðskífu ,,Í syngjandi sveiflu“ árið 1989, og
síðan eru plöturnar orðnar tólf. Það er óhætt að segja að flestar plötur
Geirmundar hafi slegið í gegn, og hefur hann verið duglegur við að koma
ungu fólki á framfæri, til dæmis með plötunni ,,Skagfirðingar syngja“
árið 2015, þar sem fjöldi ungra Skagfirðinga, ásamt eldri, sungu lög
hans.
Nú ætlar hann að mæta með harmonikkuna og hljómborðið ásamt
Stefáni Gíslasyni píanóleikara og Jóa Færeyingi og Finnborga
Kjartanssyni bassaleikara að syngja sín allra þekktustu lög með aðstoð
fólksins í salnum sem má gjarnan syngja með. Lög eins og Nú er ég
léttur,Bíddu við, Með vaxandi þrá, Ort í sandinn, Ég syng þennan söng, Tifar tímans hjól, Látum sönginn hljóma, Lífsdansinn
ofl. ofl. ofl.
Meira
Versla miða
Upplýsingar
Tónlistarkonan Nanna, sem hefur skapað sér nafn með hljómsveitinni Of Monsters and Men, fetaði ótroðnar slóðir í vor þegar hún gaf út sína fyrstu sólóplötu. Plata
Upplýsingar
Tónlistarkonan
Nanna, sem hefur skapað sér nafn með hljómsveitinni Of Monsters and Men, fetaði
ótroðnar slóðir í vor þegar hún gaf út sína fyrstu sólóplötu. Plata
hennar, How to Start a Garden, kom út í maí við frábærar
undirtektir og fagnaði Nanna útgáfu hennar þegar hún spilaði fyrir fullu húsi í
Bæjarbíó í sumar. How to Start a Garden var síðan fylgt eftir með
tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum þar sem hún kom fram ásamt einvalaliði
tónlistarfólks. Þann 10. nóvember mun hún heimsækjum Græna hattinn og spila lög
af plötunni og hver veit nema áhorfendur fái einnig að heyra nýtt efni. Eins og
fyrr segir kemur Nanna fram ásamt hljómsveit en hana skipa:
Bjarni
Þór Jensson: Gítar/söngur
Magnús
Tryggvason Eliassen: Trommur/slagverk
Rakel
Sigurðardóttir: söngur/fiðla
Tómas
Jónsson: Hljómborð
How
to Start a Garden er tilkomumiki upphaf á nýju sólóverkefni Nönnu og mega
tónleikagestir eiga von á einstakri upplifun með þessari heillandi
tónlistarkonu.
Meira
Versla miða
Fimt16Nóv21:00Bolli Bjarnason - Uppistand
Upplýsingar
Upplýsingar
Bolli mætti með sýna fyrstu sýningu „Hæfilegur“ norður í sumar eftir 6 uppseldar sýningar fyrir sunnan. Það var frábær stemming á Græna og nú er planið að gera allt vitlaust með nýju showi.
Sýningin „Bolli” er einlæg og grátbrosleg frásögn Bolla um hans eigin mennsku, dýrslegt eðli og atburði í hans lífi. Hvað fannst Bolla markverðast árið 2023 og hvernig það snerti hann.
Meira
Versla miða
Fös17Nóv21:00Ljótu Hálfvitarnir
Upplýsingar
Hálfvitar eru oft spurðir, „Er þetta ekki að verða gott? Hvenær ætlið þið að hætta þessari vitleysu og fara
Upplýsingar
Hálfvitar eru oft spurðir, „Er þetta ekki að verða gott? Hvenær ætlið þið að hætta þessari vitleysu og fara að haga ykkur eins og fullorðið fólk?“. Og þeir svara alltaf eins, „Haltu kjafti!“. Og svo biðjast þeir afsökunar á að vera svona dónalegir en í rauninni eru þeir bara að breiða yfir þá staðreynd að þeir hafa ekki hugmynd um hvernig á að hætta þessu. Ekki grænan grun. Þetta eru jú hálfvitar.
Meira
Versla miða
Lau18Nóv21:00Ljótu Hálfvitarnir
Upplýsingar
Upplýsingar
Hálfvitar eru oft spurðir, „Er þetta ekki að verða gott? Hvenær ætlið þið að hætta þessari vitleysu og fara að haga ykkur eins og fullorðið fólk?“. Og þeir svara alltaf eins, „Haltu kjafti!“. Og svo biðjast þeir afsökunar á að vera svona dónalegir en í rauninni eru þeir bara að breiða yfir þá staðreynd að þeir hafa ekki hugmynd um hvernig á að hætta þessu. Ekki grænan grun. Þetta eru jú hálfvitar.
Meira
Versla miða
Upplýsingar
BRANZI KYNNIR
Upplýsingar
BRANZI KYNNIR AC/DC ROKKMESSU Á GRÆNA HATTINUM.
AC/DC,
hinni goðsagnakenndu hljómsveit, sem á mest seldu rokkplötu allra tíma,
Back In Black, og hátt í 200 milljón plötur seldar um heim allan á
rúmlega 40 ára ferli, verður gert hátt undir á Græna Hattinum, 24.
nóvemeber næstkomandi.
Síðast
komust færri að en vildu og því kjörið tækifæri á að upplifa alla
slagarana eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night
long, Highway to hell, Hells bells, Let there be rock og fleiri
stórsmelli.
Það
er valinn maður í hverju rúmi í þessari mögnuðu messu en hljómsveitina
skipa þaulvanir og þéttir íslenskir rokkarar sem hafa gert garðinn
frægan í ekki ómerkari sveitum eins og HAM, DIMMA, DR. SPOCK, VINTAGE
CARAVAN, 13 og ENSÍMI.
ROKKMESSU SVEITIN:
Söngur: Stebbi Jak
Söngur: Dagur Sig
Gítar / Bakrödd: Óskar Logi Ágústsson
Gítar / Bakrödd: Franz Gunnarsson
Bassi: Flosi Þorgeirsson
Trommur: Hallur Ingólfsson
Meira
Versla miða
Lau25Nóv21:00Tina Turner heiðurstónleikar
Upplýsingar
Í tilefni af því að Tina Turner hefði orðið 85 ára þann 26. nóvember ætlar Bryndís Ásmunds ásamt frábærri hljómsveit að taka fyrir öll bestu lög
Upplýsingar
Í tilefni af því að Tina Turner hefði orðið 85 ára þann 26. nóvember ætlar Bryndís Ásmunds ásamt frábærri hljómsveit að taka fyrir öll bestu lög Tinu frá hennar frábæra ferli. Lög eins og Nutbush City Limits, River Deep Mountain High, Proud Mary, Help, Private Dancer, I Don´t Want To Loose You, What´s Love Got To Do With It, We Don´t Want Another Hero, Steamy Windows, Simply The Best ofl. ofl.
Hljómsveitina skipa: Einar Þór Jóhannsson gítar, Ólafur Hólm trommur, Birgir Kárason bassi, Sólveig Moravek saxófónn og slagverk og Vignir Þór Stefánsson hljómborð.
Meira
Versla miða
Fimt30Nóv21:00Guðrún Árný - Singalong partý
Upplýsingar
Guðrún Árný hefur stimplað sig inn með sínum margfrægu söngkvöldum þar sem margir tala um tónlistarupplifun sem skilur eftir sig bros á vör og lúin raddbönd.
Upplýsingar
Guðrún Árný hefur stimplað sig inn með sínum margfrægu söngkvöldum þar
sem margir tala um tónlistarupplifun sem skilur eftir sig bros á vör og lúin
raddbönd. Gestir hafa mikið um lagavalið að segja og eru stór hluti af upplifun
kvöldsins.
Frábært tilefni fyrir vinahópinn, félagana, saumaklúbbinn að hittast og
syngja og tralla.
Sjaumst í besta sing along partýi sem sögur fara af!
Meira
Versla miða
Desember
Upplýsingar
Skálmöld á Græna! Skálmöld gaf út sína sjöttu breiðskífu í sumar. Sú nefnist Ýdalir og
Upplýsingar
Skálmöld á Græna!
Skálmöld gaf út sína sjöttu breiðskífu í sumar. Sú nefnist Ýdalir og hefur fengið afar góða dóma um allan heim. Tónleikarnir á Græna marka lokin á fyrsta hluta Evróputúrs sem þeir sexmenningar fara til þess að fylgja plötunni eftir og því óhætt að reikna með strákunum í feiknaformi.
Skálmöld á Græna hattinum er viðburður eins og enginn annar. Venjulega spila strákarnir á hefðbundnari þungarokkstónleikum þar sem fólk stendur og dansar, á tónlistarhátíðum þar sem fjarlægðin er öllu meiri eða á viðhafnartónleikum í leikhússtíl. Á Græna myndast hins vegar þessi eina sanna Hatts-stemning sem hvergi finnst annars staðar. Því geta gestir búist við afar innihaldsríkum en afslöppuðum tónleikum, nýju efni í bland við gamalt, hléi þegar líður á og stað til þess að leggja frá sér sódavatnið.
Skálmöld á Græna. Stórkostleg skemmtun.
Meira
Versla miða
Upplýsingar
Skálmöld á Græna! Skálmöld gaf út sína sjöttu breiðskífu í sumar. Sú nefnist Ýdalir og hefur
Upplýsingar
Skálmöld á Græna!
Skálmöld
gaf út sína sjöttu breiðskífu í sumar. Sú nefnist Ýdalir og hefur
fengið afar góða dóma um allan heim. Tónleikarnir á Græna marka lokin á
fyrsta hluta Evróputúrs sem þeir sexmenningar fara til þess að fylgja
plötunni eftir og því óhætt að reikna með strákunum í feiknaformi.
Skálmöld
á Græna hattinum er viðburður eins og enginn annar. Venjulega spila
strákarnir á hefðbundnari þungarokkstónleikum þar sem fólk stendur og
dansar, á tónlistarhátíðum þar sem fjarlægðin er öllu meiri eða á
viðhafnartónleikum í leikhússtíl. Á Græna myndast hins vegar þessi eina
sanna Hatts-stemning sem hvergi finnst annars staðar. Því geta gestir
búist við afar innihaldsríkum en afslöppuðum tónleikum, nýju efni í
bland við gamalt, hléi þegar líður á og stað til þess að leggja frá sér
sódavatnið.
Skálmöld á Græna. Stórkostleg skemmtun.
Meira
Versla miða
Fös08Des21:00Hvanndalsbræður - Krissmass Spesjal
Upplýsingar
Hvanndalsbræður – Krissmass Spesjal Skemmtilegustu jóla- og ekki jólatónleikar ársins. Hér munu leiða saman hesta sína Hvanndalsbræður og hinir ávallt hressu Magni Ásgeirsson og Óskar Pétursson.
Upplýsingar
Hvanndalsbræður – Krissmass Spesjal
Skemmtilegustu jóla- og ekki
jólatónleikar ársins. Hér munu leiða saman hesta sína Hvanndalsbræður og hinir
ávallt hressu Magni Ásgeirsson og Óskar Pétursson. Sumir spyrja sig hvort óhætt
sé að blanda saman Hvanndalsbræðrum og Álftagerðisbræðrum, við vitum það ekki en
það er amk ljóst að einhverskonar leppalúði verður til úr þeirri blöndu. Þá mun
Ingimar Eydal vera með sérstaka jólakynningu á reykskynjurum en ekki allir
þekkja muninn á t.d. jónískum og optískum skynjurum svo dæmi sé tekið.
Leikin verða lög úr öllum áttum, bæði jóla og ekki jóla. Þetta verður
bara alveg ótrúlega gaman ! Hó Hó Hó
Meira
Versla miða
Lau09Des21:00Hvanndalsbræður - Krissmass Spesjal
Upplýsingar
Hvanndalsbræður – Krissmass Spesjal Skemmtilegustu jóla- og ekki jólatónleikar ársins. Hér munu leiða saman hesta sína Hvanndalsbræður og hinir ávallt hressu Magni Ásgeirsson og Óskar Pétursson.
Upplýsingar
Hvanndalsbræður – Krissmass Spesjal
Skemmtilegustu jóla- og ekki
jólatónleikar ársins. Hér munu leiða saman hesta sína Hvanndalsbræður og hinir
ávallt hressu Magni Ásgeirsson og Óskar Pétursson. Sumir spyrja sig hvort óhætt
sé að blanda saman Hvanndalsbræðrum og Álftagerðisbræðrum, við vitum það ekki en
það er amk ljóst að einhverskonar leppalúði verður til úr þeirri blöndu. Þá mun
Ingimar Eydal vera með sérstaka jólakynningu á reykskynjurum en ekki allir
þekkja muninn á t.d. jónískum og optískum skynjurum svo dæmi sé tekið.
Leikin verða lög úr öllum áttum, bæði jóla og ekki jóla. Þetta verður
bara alveg ótrúlega gaman ! Hó Hó Hó
Meira
Versla miða
Fös15Des21:00Laddi - Snókorn falla
Upplýsingar
Upplýsingar
Laddi og Hljómsveit mannanna – Snjókorn falla!
Vegna fjölda áskoranna snýr Laddi aftur á Hattinn með öllu bestu lögin sín og í þetta sinn nokkur af bestu jólalögunum sínum í bland! Ekki missa af bestu skemmtun sem Ísland hefur upp á að bjóða!
Hljómsveitina skipa ásamt Ladda:
Magni Ásgeirsson: Gítar/Söngur
Summi Hvanndal:Bassi/Söngur
Valur Freyr Halldórsson: Trommur/Söngur
Arnar Tryggvason: Hljómborð/Söngur
Pétur Steinar Hallgrímsson: Gítar/Söngur
Ármann Einarsson: Saxafónn
Valgarður Óli Ómarsson: Slagverk
Meira
Versla miða
Lau16Des21:00Laddi - Snjókorn falla
Upplýsingar
Vegna fjölda áskoranna snýr Laddi aftur
Upplýsingar
Vegna
fjölda áskoranna snýr Laddi aftur á Hattinn með öllu bestu lögin sín og
í þetta sinn nokkur af bestu jólalögunum sínum í bland! Ekki missa af
bestu skemmtun sem Ísland hefur upp á að bjóða!
Magni
Magni Ásgeirsson
Hljómsveitina skipa ásamt Ladda:
Magni Ásgeirsson: Gítar/Söngur
Summi Hvanndal:Bassi/Söngur
Valur Freyr Halldórsson: Trommur/Söngur
Arnar Tryggvason: Hljómborð/Söngur
Pétur Steinar Hallgrímsson: Gítar/Söngur
Ármann Einarsson: Saxafónn
Valgarður Óli Ómarsson: Slagverk
Meira
Versla miða
Janúar
Engir viðburðir skráðir eins og er
Febrúar
Engir viðburðir skráðir eins og er
Mars
Engir viðburðir skráðir eins og er
Apríl
Engir viðburðir skráðir eins og er