
Mikael Máni solo - Guitar Poetry
Um tónleikana
Mikael Máni gítarleikari og tónskáld mun flytja blöndu af nýjum og gömlum
lögum eftir sig ásamt nokkrum ábreiðum. Mikael gaf út sína fyrstu sólógítar
plötu 'Guitar Poetry' í mars 2024 en platan kom út hjá þýska útgáfufyrirtækinu
ACT sem er eitt af leiðandi jazz útgáfum í Evrópu. Tónlistin er samin í stíl sem
heyrir ekki til venjubundna greina hugtaka jazz. Það má heyra áhrif frá
þjóðlagatónlist, bergmáli frá blús, bandarískri alþýðutónlist og einstökum
kvikmyndatónlistar blæ. Í líflegum og flæðandi spuna sameinar hann þetta á
ljóðrænan hátt með skýrleika og hispursleysi söngvaskálds. Lögin segja sögur,
opna rými og landslag, teikna myndir og eru spegilmynd gítarleikara sem er jafn
óhefðbundinn og hann er aðgengilegur, úthverfur introvert sem segir sögur í
tónlistarlegri tjáningu af tilfinningu.
Fjölmiðlar erlendis hafa tekið eftir einstaka stíl Mikaels og einlægri
spilamennsku hans sem þeir keppast við að dásama. ‘Guitar Poetry’ fékk meðal
annars 4 og 1/2 stjörnu dóm í Downbeat sem er virtasta jazz tímarit síðustu
áratuga. ‘Innermost’, plata Mikaels hlaut einnig Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir
jazz plötu ársins síðasta ár.
Vitnanir:
“AN IMPRESSIONISTIC GEM.” ★★★★1⁄2
● Downbeat(US)
“ELEVEN WONDERFUL, SONG-LIKE, PENSIVE MINIATURES BETWEEN FOLK, AMERICANA
AND NORDIC TRADITION.” ★★★★✩
● NZZ-NeueZürcherZeitung (NZZ)
"A STORYTELLER OF THE GUITAR WHO PROVIDES TEMPLATES FOR THE CINEMA THE
LISTENERS’ HEAD.” ★★★★✩
● Concerto (AT)
Tónleikar með prógrami á síðasta ári:
Mikael Máni sóló, Guitar Poetry útgáfutúr, 23. mars: Edinborgarhúsið - Ísafirði, IS
Mikael Máni sóló, Guitar Poetry útgáfutúr, 27. mars: Mengi - Reykjavík, IS
Mikael Máni sóló, Guitar Poetry útgáfutúr, 29. mars: Listahátíðinin Leysingar - Siglufirði IS
Mikael Máni sóló, Live resort festival, early show, 7. apríl - Volkshotel Amsterdam, NL
Mikael Máni sóló, Live resort festival, late show, 7. apríl- Volkshotel Amsterdam, NL
Mikael Máni sóló, 21. júní - Smekkleysa Reykjavík, IS
Mikael Máni sóló, framkoma hjá Tónlistarmiðstöð, 15. ágúst - Tónlistarmiðstöð Reykjavík, IS
Mikael Máni sóló, opnunarhátíð jazzhátíðar 26. ágúst - Tónlistarmiðstöð Reykjavík, IS
Mikael Máni sóló, Jazzhátíð Reykjavíkur, 27. ágúst - Norðurljós Hörpu Reykjavík, IS
Mikael Máni sóló, Jazzhátíð Reykjavíkur, 31. ágúst - Jörgensen Reykjavík, IS
Mikael Máni sóló, 27. okt- Menningarmiðstöð Austurlands Neskaupsstaður, IS
Efnisskrá:
Mikael mun leika blöndu af nýjum og gömlum lögum eftir sig ásamt nokkrum
ábreiðum:
1.She’ll arrive between 10 & 11 - Mikael Máni
2.Tvær Stjörnur - Megas
3.Katie, not Klara - Mikael Máni
4.Expiration Date - Mikael Máni
5.In Secret - Mikael Máni
6.Hvert örstutt spor - Jón Nordal
7.What Once Was - Mikael Máni
8.At Brynjas - Mikael Máni
9.Maturing Backwards - Mikael Máni
10.Wuthering Heights - Kate Bush
11.A song about time - Mikael Máni
12.Waterloo Sunset - Ray Davie