Babies Flokkurinn ásamt Eyþóri Inga flytja bestu lög Þursaflokksins
Þann 15 febrúar 2025 munu Babies Flokkurinn ásamt Eyþóri Inga flytja músík Þursaflokksins. Þetta samstarf hófst árið 2022 þar sem þeir félagar ákváðu að fagna 40 ára afmæli hljómplötunnar Gæti eins verið. Síðan þá hafa þeir reglulega haldið tónleika þar sem þeir flytja músík frá öllum ferli Þursaflokksins ásamt því að hafa spilað á tónleikum til heiðurs Egils Ólafssonar í Hofi og í Eldborg síðasta vetur með Sinfó Nord. Hlökkum til að sjá ykkur á Græna Hattinum, Stígið!