Classic Rock með Magna og Matta - Best of 80´s rock
Classic Rock flytja okkur allt það besta í 80´s rokki
Sláist í för með Matta, Magna og Classic Rock í ferðalag aftur í tímann þar sem þeir endurvekja kraft og ástríðu ógleymanlegra rokksmella áttunnar. Hljómsveitin mun þá flytja áhorfendur til stórbrotins tímabils rokksins með lögum eftir hljómsveitir eins og AC/DC, Journey, Bon Jovi, Guns N' Roses og ótal fleiri! Búðu þig undir að syngja, dansa og endurupplifa orku áratugarins sem gerði rokkið goðsagnakennt! Hvort sem þú ert aðdáandi til tuga ára eða einmitt að uppgötva þessa smelli í fyrsta skipti, þá er þetta kvöld sem þú vilt ekki missa af. Dustaðu rykið af leðurjakkanum, túberaðu hárið og komdu tilbúinn að rokka – (rokk)andi 80s bíður!